Sunday, March 15, 2015

Þrír dagar eftir

Af fótbrotinu



Í dag er sunnudagur og eftir þrjá daga verður kominn miðvikudagur. Þá á ég heimsókn til læknis. Endurmat á endurkomudeild. Veit ekki hvað verður en það sem ég innilega vona er að það komi í ljós góður gróandi í beininu og ég fari út umbúðalaus eða þarumbil. Geri auðvitað ekki ráð fyrir að fara út skokkandi heldur að ég verði enn á hækjunum en geti farið að stinga í með fætinum og svo farinn að geta gengið eftir einhverja daga með tveumur hækjum fyrst, einni hækju svo og fljótlega engri hækju. Veit að sá sem heitir Barði var utskrifaði sjálfan sig frá sinu broti fimm mánuðum seinna í krefjandi fjallgöngu á Skarðsheiðinni. Mig langar svona til tæmis að geta t.d. farið út að hjóla.

Af trjabroti eða bara af veðrinu frá í gær...


Með veðrið síðan sem var í gær þá verð ég að játa að víst var þetta dálítið hvasst og ekki hvað síst hér rétt hjá mér. Líklega í þarnæsta húsi hinum meginn við Hólmhæðargarðinn brotnaði niður stærðarinnar Reynitré. En Það var allt með kyrrari kjörum hér heima hjá sjálfum mér. Sýnist ekki neitt alvarlega hafa fokið.

No comments: