Nýtt og fínt gifs hægrifótar á mánudagsmorgni en vinstri fóturinn eitthvað að misskilja þetta þar sem hann ætlaði sér greinilega á fjöll.
Það eru víst komnar 2 vikur núna frá því aðfóturinn brotnaði. Í morgun var farið á göngugeild G3 til að taka saumana úr skurðunum á fætinum og svo fékk ég þetta fína nýja gifs. Reyndar er gifsið núna úr plasti, ekki þykir víst móðins lengur að hafa gifs úr gifsi. Þetta lítur allt saman alveg ágætlega út en gekk reyndar eitthvað illa að fá 90°horn á ökklann. Held reyndar að pínu ergileg önnur hjúkkan hafi frekar klúðrað því. Þær voru tvær. Önnur fín en hin ekki alveg jafn fín.
No comments:
Post a Comment