Thursday, February 19, 2015

Hálfnaður og fór loksins í vinnuna

Núna er ég svona nokkurn veginn hálfnaður í gifsnu eða ég vona að verða laus við það eftir 18. mars. Fór þá loksins í vinnuna í gær og gekk bara ágætlega. Var reyndar ekki mjög lengi og fór svo meira að segja á fund í Veðurstofu eftir hádegið. Verð eitthvað meira á rólinu núna en þarf samt far hvert sem ég fer. Vona svo að veðrið fari að verða umhleypingaminna.

Fór meirasegja á Urðarstekk til að gera tröppuæfingar. Það gekk ágætlega en endaði reyndar á að vera kominn með bjúg á tærnar. Þarf að taka þessu rólega.

Afmælisdagurinn í fyrradag var síðan frekar tíðindalítill. En ég fékk svínapörusteik úr Nettó til hátíðarbrigða!

Síðan dálítið skondið að þegar ég fékk skutl með Barða á Veðurstofunni til baka þá uppgötvaði ég að ég var ekki með neina húslykla. Er gjörsamlega buinn að missa tökin. Ræð ekki lengur yfir mínu eigin eldhúsi og hef ekki einu sinni lyklavöld. Það vildi til happs að Gunninn var á Veðurstofunni og var hann með lykil!

No comments: