Sunday, February 15, 2015

Að sækja þann norðlenska Nissan... eða bara Datsúninn

Einum kennt, öðrum bent. Var eitthvað potandi út í loftið til að heimta að Gunninn bæri sig að á einhvern sérhannaðan hátt við myndatökuna.

Varð eiginlega að pósta aftur til að koma þessari mynd líka inn. Fór með Gunnanum í skondinn leiðangur að sækja bílinn minn en hann var yfirgefinn á bílastæðinu við Ferðafélagið. Það hafði gengið eitthvað erfiðlega að koma honum í gang því hann er með þeirri sérkennilegu þjófavörn að beita þarf lyklinum á sérstakan hátt til að startarinn vilji eitthvað fyrir mann gera. Með réttri fyngrasetningu tókst að koma honum nokkuð fljótt í gang og er hann kominn núna heim til sín. Var líka ágætt að sitja í aftursætinu.

Svo var farin hressingarganga númer 2 í dag yfir í Hæðarhólmgarðinn þar sem var sest á bekk eins og hvert annað gamalmenni.

Ekki varð hvað síst að mamman manns kom með bollur klárar fyrir rjóma og súkkulaði sem í sig voru góflaðar af henni sjálfri, mér og Gunnanum. Ragnhildur &Co með hálsbólgu eða eitthvað heima hjá sér fékk líka sinn skerf. Pabbinn var hins vegar heima með sitt fótarmein sem er í sjálfu sér sínu verra en mitt. Ævar svo kominn með flensu þannig að fararstjórakvöldi eins fjalls mánaðar var frestað... líklega til næstu helgar.

Á morgun er svo stefnt að því að komast i vinnuna!
Þar fæ ég að öllum líkindum meiri bollur. Já er ekki lífið bara alveg hreint ágætt.

No comments: