....
Thursday, March 17, 2005
Jæja komið miðnætti
Ekki seinna vænna að vera svona nokkurn veginn búinn að pakka draslinu fyrir Afríkuna niður. Og hvílíkt magn af drasli sem maður ætlar með þarna til Afríku. Mar hlýtur að vera bilaður!
Wednesday, March 16, 2005
Ég held meira að segja...
Að mig hafi dreymt Afríku í nótt. Ég var í nýju eyðimerkurbuxunum mínum og það var heitt.
Þær eru reyndar ekki alveg svona held ég en svaka flottar samt.
Þær eru reyndar ekki alveg svona held ég en svaka flottar samt.
....
Æji, ferðalagaundirbúningur
Það er allt á fúll swing. Er næstum að missa vitið. Er hægt og rólega að átta mig líka á því að ég verð ekki á landinu næstu tvær vikurnar og rúmlega það til að reyna að gera eitthvað sem ég á að vera að gera dags daglega.
En það er sem sagt allt að verða vitlaus. Fengum einkennisfatnað okkar á mánudaginn og vöktum strax mikla athylgi í vinnunni. Einhverir (eða reyndar einhverjar) lýstu því yfir að þessar flíspeysur væru alveg næg ástæða til að fara í ferðina.
Var síðan í gær að gera eitthvað af þessum milljón hlutum sem þarf að gera. Verslaði mér nýjar regnbrækur fyrir formúu þar sem þær gömlu mígleka [er annars nokkuð "y" í að mígleka... varla, er það ekki míga-meig-migum-migið... vá manni verður bara mál]. Er síðan ekkert alveg viss um þessar buxur sem ég keypti þrátt fyrir formúuna sem þær kostuðu. Er síðan kominnn með nýjan bakpoka enda var sá gamli sem ég notaði að verða 30 ára gamalt fjölskyldustáss og meiddi mig í ofanílag.
Nú það var keypt pensilín ef ske kynni að einver fengi lungnabólgu, fullt af hausljósabattaríum og svona eitt og annað. Er að missa vitið yfir þessu öllu en þetta verður eflaust fínt.
Þurfti svo að eyða gærkveldinu á fundi um skógrækt og slíkt vesen. Það þarf víst líka að sinna slíku úr því maður er fomaður alls staðar þar sem maður kemur.
En það er sem sagt allt að verða vitlaus. Fengum einkennisfatnað okkar á mánudaginn og vöktum strax mikla athylgi í vinnunni. Einhverir (eða reyndar einhverjar) lýstu því yfir að þessar flíspeysur væru alveg næg ástæða til að fara í ferðina.
Var síðan í gær að gera eitthvað af þessum milljón hlutum sem þarf að gera. Verslaði mér nýjar regnbrækur fyrir formúu þar sem þær gömlu mígleka [er annars nokkuð "y" í að mígleka... varla, er það ekki míga-meig-migum-migið... vá manni verður bara mál]. Er síðan ekkert alveg viss um þessar buxur sem ég keypti þrátt fyrir formúuna sem þær kostuðu. Er síðan kominnn með nýjan bakpoka enda var sá gamli sem ég notaði að verða 30 ára gamalt fjölskyldustáss og meiddi mig í ofanílag.
Nú það var keypt pensilín ef ske kynni að einver fengi lungnabólgu, fullt af hausljósabattaríum og svona eitt og annað. Er að missa vitið yfir þessu öllu en þetta verður eflaust fínt.
Þurfti svo að eyða gærkveldinu á fundi um skógrækt og slíkt vesen. Það þarf víst líka að sinna slíku úr því maður er fomaður alls staðar þar sem maður kemur.
Sunday, March 13, 2005
Að snúast í kringum sjálfan sig
Er búinn að vera á fullu við að undirbúa Afríkuferð þessa helgi. Veit reyndar ekki hvernig miðar í undirbúningnum. Finnst að allt sé eftir og að ég sé bara búinn að vera að snúast í kringum sjálfan mig. En þetta er nú allt samt held ég að koma. Er í öllu falli orðinn verulega spenntur og það kemst ekki margt annað að í hausnum á mér þessa dagana.
....
Saturday, March 12, 2005
Óvissuferð
Fór með öðrum Skýrrliðum í óvissuferð í gær.
Óvissan var gríðarleg. Þegar ég var kominn langleiðina á hestbak hjá Íshestum fattaði ég að það var bara verið að grínast í mér. Ég átti nebblega að fara að læra línudans. Veit ekki hvort ég lærði mikið en held að það hafi verið lítið.
Skoðuðum draugasafn þar sem mér tókst að bregða einum draugnum. En það var allt í lagi því hann var búinn að bregða mér áður.
Enduðum svo á að borða hauga af pizzum og horfa á Idol. Síðan á bakaleiðinni var reynt að hafa Idol keppni í rútunni. Virkaði ekki mikið en ég sló samt aðeins um mig með munnhörpunni. Var síðan svo vitlaus að láta vita að Vigdís myndi mala mig í munnhörpukeppninni sem og hún auðvitað gerði.
Þetta var reyndar svona rólegheitaferð hjá mér enda ekki rétt að vera með mikil eða áhættusöm átök nokkrum dögum fyrir Afríkuferðina.
Tók einhverjar myndir en ekkert margar. Hér eru svona tvær.
Í rútunni. Eftirvæntingin skín úr hverju andliti...
Davíð, Davíð, Helgi og Bergþór fyrir draugaskoðunina.
Davíð og Helgi í góðum fíling.
Óvissan var gríðarleg. Þegar ég var kominn langleiðina á hestbak hjá Íshestum fattaði ég að það var bara verið að grínast í mér. Ég átti nebblega að fara að læra línudans. Veit ekki hvort ég lærði mikið en held að það hafi verið lítið.
Skoðuðum draugasafn þar sem mér tókst að bregða einum draugnum. En það var allt í lagi því hann var búinn að bregða mér áður.
Enduðum svo á að borða hauga af pizzum og horfa á Idol. Síðan á bakaleiðinni var reynt að hafa Idol keppni í rútunni. Virkaði ekki mikið en ég sló samt aðeins um mig með munnhörpunni. Var síðan svo vitlaus að láta vita að Vigdís myndi mala mig í munnhörpukeppninni sem og hún auðvitað gerði.
Þetta var reyndar svona rólegheitaferð hjá mér enda ekki rétt að vera með mikil eða áhættusöm átök nokkrum dögum fyrir Afríkuferðina.
Tók einhverjar myndir en ekkert margar. Hér eru svona tvær.
Í rútunni. Eftirvæntingin skín úr hverju andliti...
Davíð, Davíð, Helgi og Bergþór fyrir draugaskoðunina.
Davíð og Helgi í góðum fíling.
Thursday, March 10, 2005
Fótbolti er frábært umræðuefni
Ég held að það hafi verið í hádeginu í gær í vinnunni minni. Ég settist einn við borð. Fljótt kom einn og fór að tala eitthvað um starfsmannafélagið við mig. Það var ágætt. Síðan komu tveir aðrir og þögðu í svona tvær mínútur. Síðan kom einn til viðbótar og ég hætti í hálfa sekúndu að tala um starfsmannafélag eða hvern þremilinn sem ég var nú að tala um.
Sá nýkomni spurði hvort við hefðum séð leikinn. Þá þagði ég enn fastar enda vantaði mig grundvallar upplýsingar svona eins og hvort þetta hefði nú verið handbolta eða fótboltaleikur. Næsta korterið borðaði ég, þagði og hlustaði. Ég komst að því að þetta var fótboltaleikur í einhverri Evrópukeppni. Annað liðið var frá Spáni og hitt frá Englandi. Annað liðið vann en hitt tapaði en ég man ómögulega hvort vann eða tapaði en það var sitt hvort liðið geri ég ráð fyrir. Ég frétti einnig að allir pöbbar landsins sem ráða yfir sjónvarpi hafi verið yfirfullir þetta kvöld enda var þetta mikilvægur leikur og það kom líka fram að það er ekki stunduð ryksugun á þessum pöbbum þegar það er svona leikur en það er víst eitthva sem er oft gert heima hjá sumum þegar það er svona leikur í sjónvarpinu. Það er víst líka kostur við þessa pöbba að það er enginn að finna að því þó einn eða tveir öllarar renni um kverkarnar. Ég er nú reyndar svo óheppinn að það er aldrei ryksugað heima hjá mér nema ég geri það sjálfur og það er reyndar ekki neitt rosalega oft og hingað til hefur enginn fundið að bjórdrykkju heima hjá mér. Að minnsta kosti ekki minni eigin bjórdrykkkju.
En ég verð líklega að játa að fótbolti er í öllu falli frábært umræðuefni. ÉG sjálfur er líklega bara svona lélegur í samræðum.
En það undraði mig reyndar að sá sem byrjaði á að tala við mig um starfsmannafélagið og hvað hann ætaði að eyða miklum peningum í skemmtinefndinni hann þagði jafn duglega og ég yfir þessum fótboltaumræðum.
Það er annars eitt borð í mötuneytinu sem er óformlega frátekið fyrir bridds spilara. Kannski ætti að skipta borðunum eitthvað meira niður. Það mætti t.d. setja merki á borðin eins og:
- Fótbolti
- Golf
- Fjallgöngur
- Vinnan
- Survævor
- Idol
- Matreiðsla
- Barnauppeldi
- Kappakstur
- Þögn
- Frjálst....
Sá nýkomni spurði hvort við hefðum séð leikinn. Þá þagði ég enn fastar enda vantaði mig grundvallar upplýsingar svona eins og hvort þetta hefði nú verið handbolta eða fótboltaleikur. Næsta korterið borðaði ég, þagði og hlustaði. Ég komst að því að þetta var fótboltaleikur í einhverri Evrópukeppni. Annað liðið var frá Spáni og hitt frá Englandi. Annað liðið vann en hitt tapaði en ég man ómögulega hvort vann eða tapaði en það var sitt hvort liðið geri ég ráð fyrir. Ég frétti einnig að allir pöbbar landsins sem ráða yfir sjónvarpi hafi verið yfirfullir þetta kvöld enda var þetta mikilvægur leikur og það kom líka fram að það er ekki stunduð ryksugun á þessum pöbbum þegar það er svona leikur en það er víst eitthva sem er oft gert heima hjá sumum þegar það er svona leikur í sjónvarpinu. Það er víst líka kostur við þessa pöbba að það er enginn að finna að því þó einn eða tveir öllarar renni um kverkarnar. Ég er nú reyndar svo óheppinn að það er aldrei ryksugað heima hjá mér nema ég geri það sjálfur og það er reyndar ekki neitt rosalega oft og hingað til hefur enginn fundið að bjórdrykkju heima hjá mér. Að minnsta kosti ekki minni eigin bjórdrykkkju.
En ég verð líklega að játa að fótbolti er í öllu falli frábært umræðuefni. ÉG sjálfur er líklega bara svona lélegur í samræðum.
En það undraði mig reyndar að sá sem byrjaði á að tala við mig um starfsmannafélagið og hvað hann ætaði að eyða miklum peningum í skemmtinefndinni hann þagði jafn duglega og ég yfir þessum fótboltaumræðum.
Það er annars eitt borð í mötuneytinu sem er óformlega frátekið fyrir bridds spilara. Kannski ætti að skipta borðunum eitthvað meira niður. Það mætti t.d. setja merki á borðin eins og:
- Fótbolti
- Golf
- Fjallgöngur
- Vinnan
- Survævor
- Idol
- Matreiðsla
- Barnauppeldi
- Kappakstur
- Þögn
- Frjálst....
Allir á Kilimanjaró
Það virðist vart þverfótandi fyrir fólki sem er að fara eða nýkomið í eða úr ferðum á Kilimanjaró. Í morgun fréttist af konu á námskeiði í Skýrr frá Landmælingum Íslands sem fór í ferð með nokkrum Akranesingum á Kilimanjaró síðasta sumar. Hún var auðvitað gripin glóðvolg og pumpuð um alls kyns góð ráð. Eins og margir hafa ráðlagt lagði hún mesta áherslu á að fara nógu hægt yfir. Fara bara fetið í orðsins fyllstu merkingu.
Einnig hefur heyrst um að minnsta kosti tvo leiðangra Íslendinga þarna suður eftir núna það sem af er þessu ári. Í öðrum hópnum voru 18 manns og komust allir utan einn á toppinn. Er því orðið nokkuð ljóst að við frá Skýrr náum ekki að verða stærsti hópur Íslendinga á Kilimanjaró. Ágætt að vera búinn að fá það á hreint.
Síðan hefur eitthvað heyrst af því að starfsmenn annars fyrirtækis innan Kögunarhópsins, nefnilega VKS sé á leiðinni þarna suður eftir í júní.
En um hópinn minn á Kilimanjarí þá eru allir búnir að fá mikilvægustu bólusetningarsprauturnar, þ.e. við taugaveiki, lifrarbólgu og gulu. Gert er ráð fyrir að það sem uppá vantar verði gert á mánudag en það virðist alltaf vera einhver skortur á bóluefni í landinu.
Og svo. Það verður kannski ekkert bloggað á fullu um ferðina á meðan á henni stendur eða fram að henni á þessari bloggsíðu þar sem sérstök bloggsíða er um ferðina. Það er meirasegja kominn sérstakur bloggskrifari sem mun sjá um að ef eitthvað fréttist af leiðangrinum með ótölvuvæddum leiðum þá komist það inn á síðuna.
Einnig hefur heyrst um að minnsta kosti tvo leiðangra Íslendinga þarna suður eftir núna það sem af er þessu ári. Í öðrum hópnum voru 18 manns og komust allir utan einn á toppinn. Er því orðið nokkuð ljóst að við frá Skýrr náum ekki að verða stærsti hópur Íslendinga á Kilimanjaró. Ágætt að vera búinn að fá það á hreint.
Síðan hefur eitthvað heyrst af því að starfsmenn annars fyrirtækis innan Kögunarhópsins, nefnilega VKS sé á leiðinni þarna suður eftir í júní.
En um hópinn minn á Kilimanjarí þá eru allir búnir að fá mikilvægustu bólusetningarsprauturnar, þ.e. við taugaveiki, lifrarbólgu og gulu. Gert er ráð fyrir að það sem uppá vantar verði gert á mánudag en það virðist alltaf vera einhver skortur á bóluefni í landinu.
Og svo. Það verður kannski ekkert bloggað á fullu um ferðina á meðan á henni stendur eða fram að henni á þessari bloggsíðu þar sem sérstök bloggsíða er um ferðina. Það er meirasegja kominn sérstakur bloggskrifari sem mun sjá um að ef eitthvað fréttist af leiðangrinum með ótölvuvæddum leiðum þá komist það inn á síðuna.
Tuesday, March 08, 2005
Það var stungið mig í dag
Er loksins búinn að láta bólusetja mig fyrir helstu Afríkuflensum. Svona meðal annars gula, taugaveiki og stífkrampi. Fékk að heyra hjá Helga Guðbergssyni á stungudeildinni nöfn á sjúkdómum sem ég hélt að tilheyrðu annað hvort grárri forneskju eða vísindaskáldsögum. En þetta er víst allt til þarna í Afríku. Hann var samt nokkuð viss um að við myndum lifa þetta af.
Þetta er sem sagt allt að koma. Bíllinn minn sem var eitthvað bilaður um daginn er líka búinn að gera við sig sjálfur. Ja, hvílíkur lúxus. Er reyndar feginn að ég lét ekki draga hann á verkstæði með þeim skilaboðum að hann væri með ónýta vél!
Þetta er sem sagt allt að koma. Bíllinn minn sem var eitthvað bilaður um daginn er líka búinn að gera við sig sjálfur. Ja, hvílíkur lúxus. Er reyndar feginn að ég lét ekki draga hann á verkstæði með þeim skilaboðum að hann væri með ónýta vél!
Monday, March 07, 2005
Að þykjast vera góður kokkur
Að þykjast vera góður kokkur og geta síðan ekki eldað neitt viturlegra en hamborgara. Það hlýtur að teljast algjörlega út í hött. Hamborgarasteikinging tókst reyndar betur hjá mér á útigrillinu núna en um daginn þegar mér tókst að láta hamborgarana mína brenna fasta á útigrillinu. Að láta hamborgara brenna fastan við útigrill, ætli það séu engin takmörk á aulaskapnum. Jún ég komst að því að þau eru þar sem maður gleymir að skrúfa fyrir gasið. Já ekki slæmt að koma að grillinu heitu daginn eftir. Lán í óláni að það var grillað tvo daga í röð. Annars væri ég líklega gaslaus. Þá hefði ég borðað kalda hamborgara í kvöldmatinn núna.
En að þurfa að blogga um hamborgara, það hlýtur að teljast undir óeðli ef þá ekki einhvers konar vansköpun. Að minnsta kosti mjög alvarleg fötlun. Sá sem tekur síðan mynd af ógeðinu og setur á internetið, sá getur varla verið alveg í lagi.
Saturday, March 05, 2005
Það gæti verið að ég væri búinn að komast að því...
... af hverju undarleg hegðun starfsmanna Reykavíkurborgar stafaði þarna aðfararnótt fimmtudagsins. Það var að öllum líkindum verið að undirbúa hópakstur bifreiða um gangstéttarnar hér sem fór fram á föstudagskvöld.
Sem ég var að elda mér eitthvað gómsætt að borða til að öðlast aftur almennilega heilsu þá heyrði ég svona fúmm-skvúmm-búmm og síðan kannski smá læti á eftir og jafn vel hróp og köll.
Síðan heyrði ég í sírenu á löggubíl sem var í gangi svona 8,5 sekúndur eða þann tíma sem tekur að komast frá löggustöðinni við Hlemm og heim til mín. Stóðst ég ekki mátið og stakk álkunni út um gluggann og sá þá beint niður á hina spegilgljándi gangstétt. Var þá ekki búið að koma tveimur glæstum ökutækjum fyrir á gangstéttinni og svo haganleg að þær snéru sitt á hvað. Reyndar var gangstéttin eitthvað of lítil eða kannski frekar ökutækin of stór þannig að bíldrusslurnar og húsin höfðu mæst á miðri leið einhvers staðar á leið inn í stofu hjá fólkinu sem býr á neðstu hæðinni. Það er kannski samt bara allt í lagi því ég held að það búi útlendingar núna í þessari íbúð. Meira að segja hið voðalegasta fólk sem tókst að fá símann minn tengdan til sín þegar það flutti eða eitthvað þannig.
Nei ég verð stundum hugsi yfir þessari götu hér fyrir utan hjá mér. Ef ég myndi leggja bílnum mínum þarna öllum stundum þá væri líklega búið að klessukeyra hann kyrrstæðan svona tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Ekki mikið öryggi í því. Síðan má líka gera svona ráð fyrir því fyrir þá sem ganga mikið um þessa gangstétt að svona einn dag á ári þá komi ökumaður sem missi alla stjórn á bílnum sínum og keyri gangstéttina þvera og endilanga. Já fussumsvei.
Sem ég var að elda mér eitthvað gómsætt að borða til að öðlast aftur almennilega heilsu þá heyrði ég svona fúmm-skvúmm-búmm og síðan kannski smá læti á eftir og jafn vel hróp og köll.
Síðan heyrði ég í sírenu á löggubíl sem var í gangi svona 8,5 sekúndur eða þann tíma sem tekur að komast frá löggustöðinni við Hlemm og heim til mín. Stóðst ég ekki mátið og stakk álkunni út um gluggann og sá þá beint niður á hina spegilgljándi gangstétt. Var þá ekki búið að koma tveimur glæstum ökutækjum fyrir á gangstéttinni og svo haganleg að þær snéru sitt á hvað. Reyndar var gangstéttin eitthvað of lítil eða kannski frekar ökutækin of stór þannig að bíldrusslurnar og húsin höfðu mæst á miðri leið einhvers staðar á leið inn í stofu hjá fólkinu sem býr á neðstu hæðinni. Það er kannski samt bara allt í lagi því ég held að það búi útlendingar núna í þessari íbúð. Meira að segja hið voðalegasta fólk sem tókst að fá símann minn tengdan til sín þegar það flutti eða eitthvað þannig.
Nei ég verð stundum hugsi yfir þessari götu hér fyrir utan hjá mér. Ef ég myndi leggja bílnum mínum þarna öllum stundum þá væri líklega búið að klessukeyra hann kyrrstæðan svona tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Ekki mikið öryggi í því. Síðan má líka gera svona ráð fyrir því fyrir þá sem ganga mikið um þessa gangstétt að svona einn dag á ári þá komi ökumaður sem missi alla stjórn á bílnum sínum og keyri gangstéttina þvera og endilanga. Já fussumsvei.
....Síðan er mér kannski rétt og skylt að geta þess að mínum er eiginlega bara batnað. Fór út í búð áðan og var svona nokkurn veginn eins og ég á að mér að vera.
Hafði reyndar fyrr í dag arkað niður Laugaveginn og hitt þar Laufeyju sem vinnur með mér og þegar ég fékk hóstakast í annarri setningu (og hún kom fljótt) þá dæmdi hún mig samstundis sem innimat. Nei ég held að ég sé að ná mér.
Thursday, March 03, 2005
Undarleg hegðun hreinsunardeildar um miðja nótt
Ég veit ekki alveg af hverju ég vaknaði núna um miðja nótt. Líklegasta ástæðan er nú sú að þessa tvo eða þrjá daga sem ég er búinn að liggja veikur hef ég sofið á undarlegum tímum um miðjan dag og það eru líklega takmörk fyrir því hvað er hægt að sofa mikið.
En ég veit af hverju ég get ekki sofnað aftur.
Eftir að hafa lesið einhverja kafla í bók um afrískan kvenspæjara þá er ég farinn að venjast suðinu sem berst inn um gluggann hjá mér. En ég held að núna í tvo klukkutíma séu háæruverðugir starfsmenn Reykjavíkurborgar búnir að vera að leika sér á götusópara hér fyrir utan og núna eru tveir í appelsínugulum samfestingum að leika sér að því að spúla gangstéttarnar. Já það er ekki ofsögum sagt að við búum í hreinni borg.
En Borgarstjóri góður, er ekki hægt að gera þetta á einhverjum öðrum tímum en um miðja nótt. Það vill nefnilega til að við Laugaveg á líka heima fólk. Og það er ekkert krökkt af fólki á gangstéttinni hér fyrir utan allan daginn.
En ég veit af hverju ég get ekki sofnað aftur.
Eftir að hafa lesið einhverja kafla í bók um afrískan kvenspæjara þá er ég farinn að venjast suðinu sem berst inn um gluggann hjá mér. En ég held að núna í tvo klukkutíma séu háæruverðugir starfsmenn Reykjavíkurborgar búnir að vera að leika sér á götusópara hér fyrir utan og núna eru tveir í appelsínugulum samfestingum að leika sér að því að spúla gangstéttarnar. Já það er ekki ofsögum sagt að við búum í hreinni borg.
En Borgarstjóri góður, er ekki hægt að gera þetta á einhverjum öðrum tímum en um miðja nótt. Það vill nefnilega til að við Laugaveg á líka heima fólk. Og það er ekkert krökkt af fólki á gangstéttinni hér fyrir utan allan daginn.
....
Tuesday, March 01, 2005
Að vera orðinn veikur þegar það má ekki
Bölvað og aftur bölvað.
Ég hef stundum hugsað um það með hryllingi að verða veikur þegar eitthvað algjörlega sérstakt stendur til. Í mínu tilviki væru það yfirleitt einhverjar fjallaferðir sem þá væri búið að skipuleggja mánuðum saman. Núna er Kilimanjaró ferðin í þar næstu viku búin að vera á dagskrá í svona eitt og hálft ár. Og minn er núna heima hjá sér með hita.
Allt í upplausn því ég er að renna út á tíma með bólusetningar fyrir Afríkuferðina og það virðist síðan bara vera einn læknir sem getur bólusett mann.
Ég hef stundum hugsað um það með hryllingi að verða veikur þegar eitthvað algjörlega sérstakt stendur til. Í mínu tilviki væru það yfirleitt einhverjar fjallaferðir sem þá væri búið að skipuleggja mánuðum saman. Núna er Kilimanjaró ferðin í þar næstu viku búin að vera á dagskrá í svona eitt og hálft ár. Og minn er núna heima hjá sér með hita.
Allt í upplausn því ég er að renna út á tíma með bólusetningar fyrir Afríkuferðina og það virðist síðan bara vera einn læknir sem getur bólusett mann.
Subscribe to:
Posts (Atom)