Friday, July 30, 2004

Regn

Eggert samdi hér áður fyrr smásögur sem áttu það allt sameiginlegt að í þeim var rigning.  Að minnsta kosti ein þeirra hófst á þessu orði:  "Regn". 

Mikið rosalega finnst mér rigningin alltaf ljúf þegar ég er inni og hún bylur bara á þakinu og ég þarf ekkert að fara út.  Annars var ég úti í rigningunni austur við Pétursey í gær og það var líka ljúft því ég var í loppeysu og regngalla og hafði líka hafði lítinn kofa til að skreiðast inní.  Rigningin er frábær á meðan maður er sæmilega þurr eða að minnsta kosti ekki orðinn kaldur.

Já ég er eiginlega feginn að vera ekki á  leið upp á fjöll til að arka Bárðargötu eins og stóð til en þar sem fæstir virtust komast þá var ferðinni frestað, annað hvort um viku eða heilt ár.  Ekki alveg ákveðið ennþá.

Síðan til enn frekari hamingju þá kemst ég á útihátíðina Sluxa í kvöld sem er haldin í Grafarholti eða hvað þessar nýbyggðu hæðir heita sem maður keyrir fram hjá þergar maður keyrir norður í land.  Þetta er sem sagt allt í góðum gír


No comments: