Vá, sástu ég var næstum dottinn
Og ekki minni tíðindi að ég er næstum hættur að blogga. Skal nú bloggað samt sem aldreigi fyrr.
Búinn að plampa yfir einnhvern stærsta skriðjökul Evrópu og kominn með haug af nýju myndavéladóti. Þar sem fæstir fastir lesendur míns eðal bloggs hafa sérstakan áhuga á tæknidóti úr myndavélaheiminum (nema kannski einn eða í besta falli tveir sem koma hvort sem er í heimsókn og skoða þá bara eða enn betra, verða sóttir sem sérstakar fyrirsætur) þá mun verða bloggað af meir kappi um hið merka ferðalag. Enda grunar mig að allflestir þeir sem lesa þetta blogg vilji vita eitthvað meira um það ferðalag bæði af almennum áhuga á ferðalögum einkum plampandi og að minnsta kosti tveir sem þetta lesa höfðu líklegast einhvern tíman ætlað sér með og einn fór meirasegja með. Og ég held tvær til viðbótar hafa örglega gaman að lesa um gönguafrek stubbsins. Stína, þú lest þetta svo bara líka eða skoðar bara myndirnar ég hela að allir aðrir sem lesa þetta og ég veit um séu svona almennt fjallgöngulega þenkjandi.
Jæja, eða vell eins og eikkur mundi segja.
Þetta hófst reyndar allt saman fyrir tæpu ári [eða kannski rúmu ári ] þegar Jói Kristjáns uppástóð að við skyldum til Kilimanjaro. Einhvern veginn það svo æxlaðist að ég náttúrlega lenti í að fara að skipuleggja þetta allt saman og fljótlega leyst okkur [reyndar mér og Helga] ekkert á allt þetta lið sem sagðist ætla með. Voru búnar til alls konar reglur um hver mætti koma og hver ekki og urðu næstum bara leiðindi úr því öllu saman þegar allt átti að ganga út á sem sterkust fjölskyldubönd þeirra sem með mættu koma. Þar sem mér sjálfum líst ekkert of vel að fara með allann minn frændgarð [hvað þá frænkugarð] á fjöll þá varð úr að hafa úrtökumót sem svo til allri sem vettlingi gætu valdið myndu fá að taka þátt í og færi fram á Skeiðarárjökli um miðjan júlí 2004.
Var þetta kynnt í bak og fyrir og endaði með því að eithvað nálægt 20 manna lið ætlaði að skunda á jökulinn. Komu síðan alls kyns forföll [flest reyndar giska lögleg] í veg fyrir að allir kæmust og að endingu var skundað af stað við tólfta mann. Það var síðan ætt af stað þegar búið var að smyrja nesti og allt svoleis. Takk Ralldiggn, þín var minnst í öðrum hverjum munbita!
Það var hisst einhvers staðar fyrir austan. Reyndar óku menn mismunandi hratt. Á meðan minn var að sknæða úrvals borgara á besta litla veitingastaðnum á Vík [NB ekki bensíngrillskálasjoppan heldur ammilegur staður inni í bænum, því Vík en nebblega bær þó það viti það e.t.v. fæstir] þá tókst sumum að æða frá Skógum og alla leið yfir til Skaftafells. Varð úr að tveir hraðskreiðustu bílarnir fóru yfir í Skaftafell en við hinir hæggengari létum okkur Kirkjubæjarklausur duga þar sem mortenfékk sér eina ágætis pulsu.
Morguninn eftir beið það skemmilega verkefni að taka sig af stað og fá sér eitthvað í gogginn. Sólin habbði heilmikinn áhuga á þessu og skoðaði okkur í krók og kring. Meirasegja líka Helgu og Árna þí þau hefðú nú bara komið í skjóli nætur kvöldið áður.
Nú. Um klukkan hálfátta var ætt af stað og stefnan tekin á Núpstað. Þar funduum við okkur sæti í hinni fimmtugu langferðabifreið Gnúp-i. Ekki fannst nú Hannesi mikið til koma dýptarinnar á ánni en samt flæddi nú nokkuð vel inn í trukkinn að vanda!
Síðan hélt hann áfram að segja okkur sögur af náttúrufyrirbærum jafn sem sínum ágætu frændum. Kunnum við honum hinar bestu þakkir fyrir það sem og hið örugga ferðalag.
Núbbs, við örkuðum náttúrlega einhvern tíman af stað og síðan kom í ljós að þessar bakpokaskammir v0ru allt of þungar. Var því numið staðar og reynt að létta þá með að þyngja vömbina. Sumum fannst samt líka einhver ástæða til að skoða ganglimina dálítið nánar.
En aðrir voru bara strax orðnir uppgefnir [þetta er sko Morten] og ákváðu að leggja sig. Fríða sveiflaði hins vegar bara töfrasprotanum og setti jatsí álög á ektamanninn og máginn þannig að þeir skyldu ætíð vera ofurefli bornir í jatsí íþróttinni í þessari göngu.
Áfram var gengið og stóruflúðir skoðaðar. Árni hafði mikinn áhuga á að mynda herlegheitin en Enok virðist hafa áhuga á einhverju allt öðru!
Undir kvöld fundum við þetta líka fyrnagóða tjaldstæði við eina eyrarrósarbreiðuna. Ákvað Gunni að fá sér te þar. Ekki má nú sjá af því!
Daginn eftir var arkað af stað og upp við Grænalín var ekki seinna vænna en að ráða ráðum sínum.
Þar þurfti neflega að vaða heil tvö stórfljót sem reyndar festust ekkert á filmu sakir fótkulda sem sjá má hér á þessari mynd.
Uppi í einum af óteljandi sethjöllum Grænafjalls reistum við síðan tjaldbúðir vorar hinar mestu. [annars undarlegt að ég held að Fjallaleiðsögumenn hafi bara fundið einn hjalla enn sem komið er. Þeir hafa a.m.k. sagst tjalda alltaf á eina sethjallanum sem hægt er að tjalda á í ölli fjallinhu. Sá sem við tjölduðum á er svona 100 metrum fyrir ofan hjallann þeirra...] Ákváðu sumir að misþyrma þessum gróðir sem þarna er í halla og vesældómi og tjalda á honum en við bræður vorum ginnkeyptari fyrir flötum mel sem var þarna rétt hjá.
Þetta er sko flati melurinn okkar:
Núbbs. Daginn eftir var haldið áfram og farið fljótlega út á jökulinn ógurlega.
Það gekk vonum framar enda "vant" fólk á ferð.
Fyrir þá sem ekki vita þá er hluti Skeiðarárjökuls þakinn ægilegum sandhaugum. Og til að fá sem allra mest út úr ferðinni ákváðum við að fara yfir þá þar sem þeir v0ru einna ægilegastir en samt vel færir. Varð úr því hin mesta skemmtun að arka í gegnum Mordor.
Meirasegja Árna var verulega skemmt yfir þessu öllu saman, kallar hann samt ekki allt ömmu sína í þessum efnum!
Og Enok leist svo vel á þetta að hann ákvað að flagga með vindrellunni sinni. Gerðum við okkr ekki sérstaka rellu út af því en héldum bara áfram.
Yfir allan ökulinn og þar með þetta stórgóða sprungusvæði. Nei ég er ekki að grínast. Sprungur eru ekki hafðar í flimtingum.
Og enduðum á Svölunum í N0rðurdal þar sem við Gunnu fengum okkur loksins kakó og útí það.
Daginn eftir var arkað af stað upp hinar vatnslausu hlíðar Norðurdals. Vantsleysið kom ekki að sök fyrir Morten þar sem hann lumaðu á þeim eðaldrykk sem KÓk kallast.
Feðgarnir Sverrir og Davíð eru mun varnari ferðagarpar og þvælast því ekki á fjöll með Kókflöskur með sér en elta þess í stað uppi læki. Voru þeir meira öfundaðir reyndar en Morten held ég.
En þetta bjargaðist allt því við komum fljótt að stórfljóti einu þar sem Davíð gat náð upp 15 vatnsdropum með að nota sólgleraugun sín sem austurtrog. Reyndar þegar upp var staðið þarna þá hafði tekist að fylla alla brúsa eftur að stíflugerð hafði borið árangur.
En upp úr Norðurdal skyldi haldið. Hann er brattur og ægilegur. Við gerðumst sporgöngumenn gunna sem leiddi okkur á tímabili en upp var gengin þessi rauða leið sem þarna sést gjörla.
Og upp komumst við. Þarn eru Árni og Davíð alveg að komas upp.
Upp hefðum við líklegra aldrei átt að fara því þar var bölvaður skítakuldi. A.m.k. er Davíð frekar kalt þarna þó það virðist einhver miðstöð vera innaní Enok bróður,
En þótt ótrúlegt megi virðast þá komum við loksins inn í Skaftafell. Þarna eru þeir bræður komnir og loksins eftir fjögurra daga þref þá fékk Enok loksins að bera bakpokann hennar Fríðusinnar en ég held ekki nema bara síðustu metrana þannig að hann gæti þóst vera eitthvað. En reyndar var Fríða líka eitthvað lasin þarna seinni hluta ferðarinnar, eins og reyndar fleiri. Ekki gott að vera lasinn á fjöllum í strembnum ferðum sem þessi telst á flestra manna mælikvarða.
Nú þegar allir höfðu kastað mæðinni þá var Morten með óvænt skemmtiatriði sem fólst í að hann lék listir sínar á hjóli sem hann kunnti ekkert á. Var það bara fyndið.
En okkur tókst að snýkja gistingu í Svínafelli þar sem við fengum að sofa inni enda búin að fá nóg af tjaldgistingum í bili. Fórum í sund og hófyumst svo handa við að grilla steikina frá Tobba.
Rann steikin ljúft niður.
líkur þá þessari ferðasögu og er vonandi að einhver hafi enst til að lesa í gegnum herlegheitin. A.m.k. tók það tímann sinn að skrifa hana. Segi ég þá bara amen og lofa að blogga eitthvað meira innan þriggja mánaða.
No comments:
Post a Comment