Sunday, July 04, 2004

Er að lesa

... þegar maðr hefr lesið bók hálfa nóttina


Þá er gaman.

En ágætr dagur. Byrja á því að smíða bjálkaborð og bekk með karl föður sinn sem handlagnara er nú ekki sérlega slæmt. Að eta grillsteik og skötusel við nýja fína bjálkaborðið í boði mömmunnar er nú ekki síðra og aukinheldur með pabbanum og bróðranum. Verst að systrin gat ekkert komist. Og skammast mín fyrir að hafa ekkert heimsótt hana síðan í fyrragær.

Að komast svo heim til sín og lesa Flateyjargátu fram á miðja nótt góblandi á aftereight gotteríi er ekki slæmt heldur og ekki verrara að hlusta á Löshu meðan á því stendur. Núna skal samt kannski bara fara að sofa.

En um þessa bók segi ég bara eitt vá. Þetta er svona bók sem maður sér eftir að vera búinn að lesa þegar hún er búin því þá á maður aldrei eftir að lesa hana ólesna aftur.

Las hana sem sagt í einum rykk og hélt að ég væri búinn að sjá í gegnum þetta allt saman þegar svona 100 síður voru eftir. En nei ekki aldeilis. Ég vissi ekki baun í bala hvernig bókin endaði fyrr en hún bara endaði. Nema kannski fyrir utan eitt sem ég fattaði strax. En það má ekkert segja hvað það er.

Kannski helst galli að þetta voru allt dálítið ótrúlegar tilviljanir. En lífið er auðvitað ótrúlegt líka.

En eins og ég sagði, það eina sem er ekkert gott er að geta ekki lesið Flateyjargátuna aftur án þess að vita sögulok og hvernig þetta allt hangir saman. Mæli með þessari bók fyrir alla!

Verð núna að fara til systrinnar og lána henni bókina og passa að bróðrinn fari ekki að kjafta neitt um hvernig bókin endar.

No comments: