Friday, July 09, 2004

Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg


Skil ekki hvað ég er alltaf eitthvað undarlega þreyttur á morgnanna. Var alveg dauðþreyttur í gærmorgun. Svaf næstum yfir mig. Ákvað þess vegna að fara sérstaklega snemma að sofa í gærkvöldi. Það tókst nú reyndar ekki alveg því ég lenti á kjaftatörn á msn við Ísraela sem ætlar að fara að þvælast um íslensk fjöll seinna í sumar. Til að koma í veg fyrir frekara mannfall Ísralela á íslenskum fjöllum varð ég auðvitað að segja honum allt mögulegt og ómögulegt sem við kemur íslenskri fjallamennsku og er í mínum viskubrunni. En komst semsagt ekki inn í draumalandið fyrr en einhvern tíman eftir miðnættið.

Núna í dag er ég síðan búinn að afreka það að panta mér myndavéladót frá útlöndum fyrir meiri pening en einhverjir hafa úr að spila á mánuði. Til að róa hugann ákvað ég síðan að arka á Esjuna sem ég gerði. En drattaðist ekki af stað fyrr en klukkan var langt gengin í 11. Uppgangan gekk annars bara vel og náði þessu núna á vel innan við klukkutíma.


Uppá toppinn trítlað hef
og talað við mig sjálfan.
Upp og niður ótal skref
tímann einn og hálfan


Svo mörg voru þau orð sem voru send til Ralldiggnar í sms og þar sem hún svaraði að bragði hvort ég væri ekki örugglega kominn niður þá hringdi ég að sjálfsögðu bara í hana ofan af Esjunni á miðnæti. Gat sagt eitt svona "hæ" og rúmlega það og síðan varð símaskömmin rafmagnslaus. Vona bara að hún hafi ekki orðið andvaka af áhyggjum að ég væri að hrapa til bana þarna í Esjuhlíðunum. Nei tel ekki miklar líkur á því!

No comments: