Tuesday, July 13, 2004

Að vera desperat

Ég er eiginlega svoleis núna. Er algjörlega í öngum mínum vegna tapsárleika. Er að reyna að gera rósir á þessum andsk. myndakeppnisvef sem Ragga sýndi mér fyrir tæpu ári. Er búinn að senda inn einhverjar myndir sem mér finnast bara svaka fínar en það finnst þessum villimönnum sem gefa einkunnir þarna alls ekki. Að minnsta kosti ekki nógu margir. Er með alveg hreint sérdeilis fína mynd þarna núna sem er samt ekki að fá nema svona 5 í einkunn. Dem. Þeir sem vilja skoða þá er þessi voðalegi vefur hér.

Annars þá verður farið að dæma nýjustu myndina mína þarna einhvern tíman í nótt. Ég myndi ekki veðja á að hún geri neinar rósir þarna.

Ég veit síðan ekki hvort það er huggun harmi gegn eða bara salt í sárin að það er fullt af íslendingum að gera það svakalega gott þarna. En bara ekki ég. Nei annars, það er engin huggun. Það er bara salt. á-á-á takið saltið af mér!!!

Það sem er verst að mér finnst almennt að myndirnar sem eru að fá svipaðar einkunnir og mínar myndir séu óttalega slappar upp til hópa. Annað hvort metnaðarlausar eða frá fólki sem hefur aldrei verið að reyna neitt að taka myndir. Ég sem ætlaði einu sinni að verða "alvöru" ljósmyndari og fara að læra þetta. Ég hélt að ég hefði einhverja hæfileika í þessu en hvað sem þeim sem þekka mig finnst þá sé ég það ekki í þessum voðalegueinkunnum sem ég fæ. Kannski er ég a taka þetta eitthvað of nærri mér en ég get bara ekkert að þessu gert. Ég er að minnsta kosti á þessu sviði bara keppnismaður og þoli ekki svona hroðalegt mótlæti.

Til að reyna að jafna hlut minn í þessu þá ákvað ég að taka á honum stóra mínum. Myndefnið var "balance". Fyrst datt mér í hug að gera ódauðlegt listaverk af einhverjum að vega salt. En aðal vandamálið við það er að þar vantar heilar tvær fyrirsætur og þær eru ekki á hverju strái. Þá fékk ég þá edilánsfínu hugmynd að taka mynd af línudansara með hatt og regnhlíf til að halda jafnvæginu. Það er reyndar bara ein fyrirsæta en ég þekki engann sem kann að dansa á línu. Hvað þá að hann myndi nenna að sitja fyrir hjá mér. Þá fékk ég hina ódauðlegu hugmynd að línudansarinn þyrfti í sjálfu sér ekkert að vera á línu. Myndin yrði bara fín með hann einhvers staðar úti í móa. Dálítið skemmtilega útópísk. Og fyrisætuvandamálið gæri bara leystst með því að Einar myndi biðja Ragnar um að sitja fyrir eða Ragnar biðja Einar. Báði mjög áfram um það að aðstoða við verkefnið. Það varð reyndar úr að eirasi bað Ragga um að gera þetta fyrir sig. Fór hann meira að segja fyrst í bæinn og keypti sér bæði regnhlíf og pípuhatt til að gera þetta almennilega dramatískt.

Var síðan ekið út á Reykjanes - reyndar ekki mjög langt út á Reykjanes.

Þar reyndist náttúrlega vera hið fáránlegasta veður. Hann hreytti úr sér hryssingslegum regndropum og þó það hafi verið stætt þá var þetta helst til hvasst. En hvað leggur maður ekki á sig og einnig erum við ekki vanir að láta smá vindgnauð kveða okkur í kútinn. Myndavél var sem sagt stillt upp í rokinu og reynt að taka mynd undan vindi.

Síðan var hlaupið til og regnhlífin spennt upp. Eitthvað reyndist hún nú vera illa undirbúin og lagist flöt. Var þá bölvað all hressilega. Regnhílfarandskotanum rúllað saman og hreytt ókvæðisorðum í þetta andskotans rokrassgat sem er hér alltaf hreint. Síðan gengið snúðugt til baka og þá reyndar varð þessi mynd hér til.

one man walking
Er þetta ekki bara ágætt. Please - hugga mig takk!!!


Síðan var ég reyndar að hugsa um að blogga aðeins einhvern tíman um þessa fjölmiðlafrumvarps vitleysu en finnst eiginlega að um það mál megi bara vitna í skáldið sem sagði frá húsameistara ríkisins sem tók handfylli sín af leir - ekki meir - ekki meir

No comments: