Tuesday, July 27, 2004

Af því að ég hefi ekki bloggað svo lengi


Þá má ég pínulítið til.

Lenti í grimmilegri árás á svölunum hjá mér í dag þergar égr var í mestu makindum að borða kexköku og lesa bókur.  Réðist á mig geitungur.  Reyndar ekki mjög stór en alveg svakalegur samt.  Endaði það með því að svalahurðin gekk í lið með honum og réðist heiftúðlega á hægra hnéð á mér.  Núna seint um kvöld veit ég hvort hnéð það er því mig sárkennir til.  Alveg óhugnanlegt hvað svona árásir geta orðið skæðar þegar fasteignir og flugur leggjast svona á eitt.  Þessi ff sveit er ekkert til að gera grín að sko.

Þetta kom samt ekki í veg fyrir það að ég fór í skokktúr um laugardalinn.  Sem var svo sem ágætur en mátti alveg vera öðruvísi samt.

No comments: