Ekki mikið skrifað í manns blott þessar vikurnar en í dag er samt fært til bókar að það var farið í badminton. Fékk þessa held ég ekkert svo slæmu hugmynd að það væri hægt að draga Gunnan í badminton og ég með öxlina í lamasessi gæti þá spilað eitthvað badminton við hann sem hefur ekkert verið að stunda slíkt svo mikið. Það gekk ágætlega og það sem á að reyna að gera næst er að draga stærri hluta af stórfjölskyldunni í badminton og spila tvíliðaleik með Gunnanum, Ragnhildi og Kristjáninum. Það hlýtur að verða eitthvað!
Annars þá á að reyna að fara í Fellsmörk um helgina eftir að búið verður að fara fyrst með Ferðafélaginu á Helgafell, hafa þar myndasýningu úr ferðum vetrarins og fara í afmæli Hrefnu Völu.
No comments:
Post a Comment