Tuesday, December 16, 2014

Öxlin, hveitipöddur og allslags

Minn ætlaði sé rað vera heldur myndarlegur í vikunni og baka edilons dallas kökur eftir uppskrift Hjördísar. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Byrjaði á að kaupa eitthvað af hráefnum. Tímdi ekki að kaupa allt því eitthvað átti ég frá í fyrra og sumt nýrra líka. Allt gekk ágætlega nema það gekk ekkert að ná deiginu saman. Einhvern tímann um daginn heyrði ég að ekkert venjulegt fólk hefði lengur fyrir því að búa til deig frá grunni... heldur hvað... kaupa bara eitthvað tilbúið drasl. Ekki ég. Ég geri þetta ekki bara frá grunni heldur eru hnetur muldar með stórum hnífi og engar hrærivélar notaðar heldur allt hnoðað í höndunum. Það var einmitt það sem alls ekki ætlaði að ganga. Deigið varð ekki að neinu degi heldur var bara eitthvað skrambans duft og kögglar. Svo fattaði minn að ef það eiga að vera egg í köku þá er líklega best að setja eggin í kökuna. Eftir það gekk allt saman vel. Datt svo í hug að bæta smá hveiti í deigið og öðrum þurrefnum þar sem mér fannst það enda helst til of blautt. Rakst ég þá ekki á einhverja andskotans pöddu í hveitiu mínu. Mér sortnaði fyrir augum og svo hófst hin blóðugasta tiltekt. Hveitinu var hent, alls kyns annarri kornvöru var hent. Sumt af því var útrunnið en ekki allt... og loks var helítitis deiginu bara hent líka. Ég sá fyrir mér einvherja kornskemmu í Húsinu á sléttunni þar sem rottur dreifðu taugaveikipöddum í hveiti. Er búinn að endurnýja bökunarefnin en ekkert hefur verið bakað ennþá.

Það hefur hins vegar verið farið á skíði, heldur betur. Heiðmörkin gengin þver og endilöng og út í Kaldársel líka. Öxlin er að koma til og ég er að ná einhvejrum gráðum í aukna hreyfingu einmitt núna. Þarf að fara að finna mér ný viðmið því ég sé varla lengur hvert ég er að ná henni. Þetta er sem sagt allt að koma. Enda ég búinn að fara í badminton - en reyndar með Gunnanum sem er ekkert of góður í þeirri íþróttinni.

Af masterverksraunm er það að frétta að þar er farið að gerast eitthvað aftur eftir að hafa ekkert verið að sinna því síðan í sumar má segja... fyri utan hina all góðu feltferð.

Hér bar annars helst til tíðinda í dag fyrirutan óveður að aumingja Ventó er kominn til Vöku og mun ekki eiga afturkvæmt!

No comments: