
Já, merkilegt nokk, þau komu! Eftir dálítið mikið vesen var ákveðið að gefa litlum systrum frænkum manns skíði í hjólagjöf. Það verður nú eitthvað. Reyndar urðu þær ekkert sérlega kátar þegar þær sáu að þær væru bara að fá einhverja kuldaskó í jólagjöf. Barbí trekkir meira. En það voru jú skiði þarna líka. Man sjálfur að þegar ég fékk skíði í jólagjöf þá varð það ein af svona aðal jólagjöfunum sem ég hef fengið um dagana. Kannnski verður það þannig hjá þeim líka en kannski ekki. Það kemur bara í ljós.Kúnstskreyttir jólapakkar með Tíger skrauti utan á en skíðaskóm innaní

Afin og amman og barnabörnin á jólunum í Fagrahjallanum.
No comments:
Post a Comment