Saturday, December 20, 2014

Frábær skíðagöngutúr og að villast í íslenskum skógi

Gengin var tvílita línan, þ.e. blá og bleik í kantinum. Cyan lituðu línurnar eru gamlar slóðir sem hafa verið gengnar, hlaupnar eða hjólaðar áður.

Eitt stykki frábær skíðagöngutúr í Heiðmörk með Gunnanum þar sem afsannað var í eitt skipti fyrir öll að ekki væri hægt að villast í íslenskum skógi. Ákváðum að hafa bara nútímaleiðsögubúnað í vasanum. Gengið var eftir minni og hentugleikum. Stjörnurnar helst hafðar að kennileyti. Gekk ágætlega þangað til við villtumst. Komumst á vegarslóða sem við höfðum ekkert ætlað að fara á. Gengum eftir vegarslóðanum og týndum honnum aftur en fundum hann aftur á endanum í bókstaflegri merkingu þess orðs. Tókst svo að halda okkur á stígnum á bakaleiðinni svona algjörlega að mestu.

Mikið rætt um segulsvið og hugsanlegar jólagjafir um leið og plampað var.

No comments: