Monday, December 08, 2014

Magnaður staður, góð helgi og eitt annað til afreka unnið!

Fellsmörk í desember 2014

Hún Fellsmörk er magnaður staður!

Bræður fóru í Fellsmörk um helgina. Helst reyndar til að skoða hvort bjálkakofinn væri uppistandandi eftir stórðiðri við upphaf vikunnar. Það hafi hvesst verulega nokkurn veginn beint undir þakskeggið á húsinu sem stendur opið. Við óttuðumst báðir að allt hefði farið á hinn versta veg en það reyndist vera ástæðulaus ótti. Ef til vill hafði ekki hvesst jafn mikið og við héldum - kannski vorum við í skjóli á bak við Fellið að einhverju leyti. Það hafði í öllu falli ekki neitt haggast.

það var annars dálítill snjór þannig að það sem var til afreka unnið var að fara gönguskíðandi inn í Krók og til baka aftur. Ekki lengt og ekki merkilegt en fatlafól samt aftur komið á skíði!
Fellsmörk í desember 2014

Bjálkakofinn með sín opnu vindaugu



Fékk síðan annars einu einkunnina sem ég fæ þetta haustið. Ætti ekki að kvarta en líklega er metnaðurinn að gera út af við mann þega maður verður ekkert of sáttur við einkunn sem er næst hæsta mögulega einkunnin og allir aðrir með lægri einkunn. Öðru vísi mér hér áður brá!

Fékk svo póst frá Leó. Þó það hafi ekki komið fram í póstinum þá er hann væntanlega orðinn rasandi á því að ég skuli ekkert gera í þessu mastersverkefni mínu. Hann vill bara fá dótið sitt aftur - sem er líka hið besta mál því ekki er get ég notað það núna þegar veturinn er kominn.

Fellsmörk í desember 2014

Búrfellið magnað sem endranær

No comments: