Líklega geta talist vera komnar þrjár og hálf sortir. Hálfa sortin er að baka eina sort en setja svo eitthvað annað ofan á en ráð var fyrir gert. Þá er það hálf sort. Seinna í dag verð ég kannski kominn með þrjár heilar sortir og tvær hálfar ef það bætist súkkulaði ofan á eitthvað af þeim sem áður höfðu ekkert til að státa af ofan á sér.
Í gær var bakað, bakað meira og klárað að baka í bili alveg þangað til bakað verður meira. Það eru nú einu sinni að koma jól. Í dag á ég ennþá of saddan smákökumaga sem vill frekar fara að borða almennilegan mat og ég á eða átti í morgun eldhús sem var einfaldlega ein rúst.Í dag verður tekið til og helst farið á skíði arkandi einhvern hring til að losna við þessar smákökur úr maganum... og geta þá bætt við fleirum í staðinn! Og jú líka tekið til því það þarf að vígja nýja ryksuguhausinn sem ég verslaði af Emil í Elkó í gær. Þurfi reyndar að sjóða gamla hausinn sundur og saman í bókstaflegri merkingu þess orðs til að koma þeim nýja fyrir!
No comments:
Post a Comment