Eitt fjall á mánuði... kemur skapinu í lag... a.m.k. þann daginn sem gengið er og jafnvel daginn eftir
Hópurinn í hádegisstoppi og Ljósufjöll bíða á bakvið hin spökustu. Miðtindur lengst til hægri en Bleikur í miðju. Gráni svo lengst til hægri en þangað fórum við reyndar ekki... enda sá tindur lægri en hinir!
Hin allra skemmtilegasta ganga með félögum mínum leiðsögumönnum og góðum ferðalöngum Ferðafélags Íslands. Kannski sérstakt en þó ekki að við leiðsögumenn höfðum ekki gengið fjallið mikið. En það kom ekki að sök þar sem sumir höfðu kynnt sér jarðfræði svæðisins og svo voru ágætir þátttakendur sem kunnu skil á helstu þjóðsögum Snæfellsness og gátu varpað ljósi á hinar dularfullu Skyrtunnur sem eru þarna á víð og dreif. Við hins vegar fórum á Miðtind og Bleikan að auki.
Reyndar höfðu þrír af fimm fararstjórunum þá sérstöku reynslu að hafa farið upp og áleiðis í gegnum Ljósufjöll að sunnanverðu þegar flugslysið varð þar fyrir áratugum.
Síðustu metrarnir upp á Miðtind
No comments:
Post a Comment