Kom mér í dag loksins í það sem hefði átt að vera forgangsverkefni sumarsins... eða reyndar fyrsta sumarsins manns hér í Hæðargarðinum og e.t.v. einhvers fyrri ábúenda... að mála gluggana að utan. Það var sem mig grunaði. Fúi hér og þar en samt ekki svo rosalega mikið. Nokkrir gluggalistar ónýtir en karmar og póstar aðallega skemmdir í einum glugga. Veit ekki hvað á að gera við karminn og póstinn en það verður skipt um þessa lista.
Annars ótrúlegt að þurfa að skafa málingu af rúðunni heila tommu inn á gluggann sums staðar. Sá sem málaði hefur annað hvort verið drukkinn, verið með parkinson eða verið óviti... nema viðkomandi hafi verið allt þetta!
No comments:
Post a Comment