Friday, August 05, 2011
Rauða eldingin gerð klár eftir magalendinguna
Fyrir þá sem ekki vita er rauða eldingin reiðhjól af Racer kyni af tengundarheitingu Trek einnkommafimm. Bara svona ágætur byrjendaracer. Fyrir einhverjum vikum tók ég upp á því að fljúga á hausinn á hjólinu. Brákaði rifbein og er að verða bara nokkuð góður. Rauða eldingin var hins vegar enn sprugnin.
Framdekkið raunar ónýtt og var eldra dekk sett að aftan en dekkið að aftan sett að framan en framdekkinu ásamt slöngunni þar komið í farveg til Sorpu. Þegar ég ætlaði að fara að hjóla tók ekki allt gott við. Sætið eitthvað rammskakkt og var ég kominn á fremsta hlunn með að að fara bara Arnarveg niður í Skeifu til að fá nýtt sæti... eða hnakk eins og á víst að kalla þetta.
En ég beyglaði eitthvað til baka þannig að ég gat í það minnsta setið fákinn góða.
Það voru þá farnir svona rúmir 30km á meðalhraða um 25 sem er ekkert of slæmt miðað við það að helvítis rok var alls staðar. 40km hraði í aðra áttina en 20 í hina!
Annars þá þarf ég líklegast að fara að vera eitthvað duglegri við spriklið og latari við átið þar sem ég fékk eitthvað hálf óþægilegt komment í fyrradag um holdafar sem því miður hitti nokkuð beint í mark.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment