Thursday, August 04, 2011
Rósir við heimkomuna
Rósin að rembast við að blómstra
Ég kom víst heim úr ferðalaginu í fyrrakvöld. Seint um kvöld eftir að hafa þann dag farið hjólandi út í Strýtur á Kili og skoðað gilin í Kór undir Bláfellshálsi. Kannski kemur meira ferðalagsblogg en núna er maður víst kominn heim og rósin í garðinum blómstrar sem aldrei fyrr.
Birkitré ekki alveg dauð úr öllum æðum
Svo komst ég að því að birkitrén mín eru ekki dauð úr öllum æðum. Þessi voru sett í potta fyrr í sumar og eiga að vaxa í þeim í 1-2 ár áður en þau fara í Fellsmörk að kljást þar við gras eða lúpínu og norðaustanáttina!
Bzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
Svo vakti allt í einu athygli mína eitt blómstur sem gægðist upp fyrir bekkinn í garðinum og þar var kominn gestur sem var að gera sér hungang blómstursins að góðu!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment