Þetta átti fyrst að vera allri málningarvinnu lokið en fattaði svo að það á eftir að gera eitthvað við útidyrnar og svo á eftir að mála glugga að innanverðu einhvers staðar. Svo þyrfti að mála þvottahúsið og stigaganginn. Það er svo sem nóg að gera en ég er ánægður með verk gærdagsins sem var að þrífa glugggana, altsvo glerið að utanverðu og reyndar innan líka. Núna sést út. Það er svo undarlegt að fyrir einhverjum árum eða áratugum var einhver spastískur að mála gluggana eða kannski einhver sem misskildi þetta að mála glugga og málaði gluggana í orðsins fyllstu merkingu. En núna hefur gömul málning (og reyndar líka örlítið ný) málning verið skafin af þannig að út sést!
No comments:
Post a Comment