Friday, August 26, 2011

Reykjavíkurmaraþon á dögunum

Já eins og oftast áður. 10 km lítið sem ekkert æfður og tíminn svona lala eftir þ´vi. 58 mínútur. Líklega bara ágætt miðað við að síðustu máuniðina hafði ég hlaupið tvisvar. 3 og 4 km og var alveg að drapast úr harðsperrum eftir seini hlaupatúrinn sem samt var sá styttri.

Og ekki sérlega gott fytrir sjálfstraustið þegar einhver í hjólastól fer fram úr manni og svo vitandi af einfættri mannsekju að hlaupa tvöfalt maraþon. Svo ekki mjög gleðjandi að sjá einhverja aðra hlaupara liggjandi utan brautar nær dauða en lífi og komnir undir umsjón sjúkrabílstjóra.

En gaman samt allt!

Verð bara að æfa mig meira.

Speglamyndir Hörpunnar eru dularfullar

Gunni og einhver kaddl í Hörpu

Svo var verið daglangt og rúmlega það á menningarnótt Reykjavíkur sem hefur reyndar breyst hægt og rólega í menningardag með útihátíð um kvöldið og drykkjuhátið fram á nótt. Ég fór hins vegar bara spakur heim fyrir miðnætti og var reyndar bara með hléum í bænum. Hjólaði víst þrisvar sinnum í bæinn þennan dag - og geri aðrir betur með því að hlaupa þessa 10 km!

Hápunktur menningarnætur var svo auðvitað þegar ljósin á Hörpunni voru tendruð. Undruninni yfir blikkandi díóðuljósunum mun aldrei renna þeim úr minni sem upplifðu. Það er svo skemmtilegt að láta koma sér undarlega á óvart!

No comments: