Friday, September 02, 2011

Leyndardómur stuttra skrefa

Fór hlaupandi í fyrragær. Stuttan hring en aðallega var verið að prófa speki hinnar stuttu skrefa sem mig minnir að ég víst sá hjá Karen Axels þríþrautarkonu þar sem hún gefur lítið fyrir þá hlaupara sem hlunkast áfram á tröllaskrefum. Þar sem ég hef einhvern veginn tamið mér frekar löng skref á göngu þá hafa þau auðvitað heimfærst beint yfir á hlaup og þegar ég ætla að hlaupa hraðar þá hafa skrefin frekar lengst en að þeim hafi fjölgað. Núna ákvað ég að einbeita mér að stuttum skrefum og vita hvernig gengi.

Og viti menn. Ég gat í það minnsta haldið út 12 til 13 km/klst hraða í eitthvað mun lengri tíma en áður og fór sem sagt bara nokkuð létt með að hlaupa hraðar en áður með því einu að hreyfa lappirnar ótt og títt frekar en að spyrna almennilega í og taka mín eðalfínu flugskref. Kannski maður nái þá einhvern tíman 10km á innan við 50 mín. Það væri gaman!

No comments: