Sunday, June 05, 2011

Törn hjá jarðvegsgerðarmanninum

Sló loksins garðinn... eða svona hluta af honum

Heilsuleysi, ótíð og ferðalög undanfarinna vikna hafa hafa komið algjörlega í veg fyrir að jarðvegsgerðarmaðurinn hafi staðið sig. Hann reyndar stóð sig svo afleitlega að hann kom ekki einu sinni grænmetis- og ávaxtgaafgöngum heimilisins út í safnhaug á tímabili. Þar kom til bæði tímaleysi og veikindi. Úr því var reyndar bætt einhvern tíman um miðja pestina. En núna var sem sagt slegið gras og ekki slegið slöku við!

Það er reyndar þannig að þegar áður en hægt er að hefjast handa fer fyrst fram sérstök skíthreinsun. Veit reyndar ekki alveg hvort hundaskítur er hæfur í safnhaug... held það reyndar samt en hef þó ekki áhuga á því. Hún nágrannakona mín á neðri hæðinni sem heldur hundinn ræður eiginlega ekki við að gera neitt annað en að hleypa hundinum út í garð... garðinn sinn verð ég eiginlega að segja og þá er ég sérlegur garðyrkjumaður hjá henni.

Það var einhver krakkafata (frekar lítil jú) sem mér tókst næstum að fylla með hundaskít. Náði samt alveg örugglega ekki öllu. Svo var slegið. Stóð alveg sæmilega held ég. Eithvað ójafnt slegið þannig að ég slí bara aftur þvert á og ætti þetta að vera orðið þokkalegt. Afraksturinn fór í safnkassann fína og þar fer vonandi að gerjast mold hvað úr hverju.

Það er annars algjörlega á stefnuskránni að skipta garðinum í tvennt. Þetta gengur eiginlega engan veginn. Ég þarf að passa upp á girðingar til að komast inn í garðinn því hundspottið má ekki sleppa út. Svo þarf ég að vaða hundaskít í hvert skipti sem ég far þarna um. Mér finnst síðan ekkert leiðinlegt að garðstússast en það er hálf súrt að vera bara að vinna í garði sem nágrannakonan á neðri hæðinni nýtir í raun ein... eða með hundinum sínum.

No comments: