Sunday, June 05, 2011

Fór loksins í gær út að hjóla með 50 kílóa gangstéttarhelluna í hægra eyranu

Og hafði held ég bara gott af því!


Antilópan komin heim aftur með knapann heilsutæpa. 12,44km að baki
Hvorki lengstur né mestur allra hjólatúra hjá mér en markar vonandi upphaf þess að ég sé ekki orðinn karlaægur aumingi. Hellan í eyranu svona til skiptist sótti í sig veðrið og virtist ætla að láta í minni pokann. En endaði líklega bara svipuð og þegar lagt var af stað. Hefði getað farið lengra en fannst þetta samt vera orðið bara ágætt svona til að byrja með.

Þetta var síðan í gær en í dag skal farið lengra. Verst að það er komin einhver rigningarúði. Veit ekki á hvaða hjólfák skal haldið af stað á. Í gær var það Antilópan gráa en í dag átti það að vera Eldingin rauða. Í rigningartíð og veikindafári er kannski betra að vera á farskjóta með eitthvert farangurspláss til að geta verið með auka húfu eða eitthvað slíkt. En Eldinguna langar hins vegar augljóslega til að bregða á leik.

Planið er að lágmarki:

  • Sunnudagur: 30km
  • Mánudagur: 50km
  • Þriðjudagur: 70km
  • Miðvikudagur: 90km
  • Fimmtudagur: 110km
  • Föstudagur: 130km
Dagana á eftir verður maður svo að hjóla sig aðeins niður og svo hvíla fyrir átökin í Motola.

Og ef ég get þetta allt án þess að gera alveg út af við mig, þá ætti ég að ráða við þessa 300km eftir tvær vikur í Motola!

No comments: