Friday, June 03, 2011

Finnst þetta vera orðið nokkuð gott

Að ganga í barndóm...beeing childish
Brautarteinarnir eftir að verkfræðingurinn í barndómnum komst í þá

Næstum viku á eftir áætlun kom Ragnhildur með sitt fríðasta föruneyti til heimsóknar, öskusýnasækingu, hraundeilna, Náttúrufræðingsendurheimtna, kaffi og Víkingasteplnubakkelsisheimsókn.

Svo eitthvað sé skýrt út af þessu þá tókst Ragnhildur alvöru jarðfræðingurinn sko alveg á loft þegar hún frétti að öskusýni og sögur af eldgosinu væru í boði í síðustu viku. Ætlaði að koma í heimsókn á föstudaginn var en kom loksins í gær eftir að ég er búinn að vera með (og er enn með) vesöld af verstu sort.

Öskusýnin voru frágengin og fín. Mín í rosalega pro túnfisks- og rækjusallatsboxum en fyrir Ragnhildina í plastpokum.

Svo þurftum við að þykjast verða eitthvað ósammála um hraunstorknun og bergmyndun. Líklega verður maður að láta eitthvað í minnipokann en held nú samt að við höfum bara alveg verið sammála án þess að hafa orðið sammála um hvernig við vorum sammála eða ósammála.

Svo var ég að skila henni Náttúrufræðingum sem ég notaði í próflestri í vor.

Víkingastelpnubakkelsið var síðan eitthvað kleinu og kanelsnúðadót sem ég keypti af held ég einhverjum handboltastelpum úr Víkingi auðvitað sem bönkuðu uppá og vantaði aur til að komast til útlanda. Ég verð að kaupa svoleis að minnsta kosti svona af og til. Ekki skemmtilegt að það verði álitið að óþarft sé að banka uppá hjá manni því manni sé annað hvort skítblankur eða þá sem væri enn verra, nísk nánös sem kaupir aldrei neitt. Ég heyrði nefnilega svoleis hjá einhverjum hér um daginn sem bönkuðu bara uppá hjá sumum.

Á meðan við ræddum landsins gagn og nauðsynjar var reynt að hafa ofan af fyrir systrunum tveimur, frænkum mínum með því að láta þær setja saman brautarteina á stofugólfinu. Það gekk svona upp og ofan. Helst höfðu þær auðvitað stundum meiri áhuga á einhverju sem þær áttu ekki að hafa áhuga á svona eins og glasadóti inn í skáp eða einhverju öðru stórhættulegu dóti. Kannskmi ætti maður að skipuleggja íbúiðína eitthvað öðruvísi þannig að ekki þurfi að koma til stórkostlegra breytinga á öllu innandyra ef einhver undir fermingu lætur sjá sig.

En eftir að þær voru farnar tók verkfræðingurinn við sem var genginn í barndóm og tók til við skipulagningu hinna ógnarlegustu brautarteina sem hafa sést norðan Alpafjalla. Já, þetta er ungt og leikur sér!

Að ganga í barndóm...beeing childish

Af mínum ekki svo skemmtilegu veikindum er hins vegar dálítið tíðindalaust. Það er þung hella yfir hægra eyranu núna. Var í vinstra eyranu í gær meira. Þetta lyfjadót virkar eitthvað hægar en ég hefði kosið. Er farinn að hafa verulega alverlegar áhyggjur af Vetternrúntinum þetta árið.



Smá viðbót: Svo eftir hádegið í dag fór ég með mína eyrnahellu út í Háskóla. Umsóknarfrestur er alltaf að renna út í einhverju sem maður veit ekki hvort maður ætlar sér að læra eða hvað. Núna var umsóknarfrestur um BS nám að renna út. Í stað þess að sækja um í einhverri vitleysu þá fór ég á skrifstofuna í Öskju. Er því ekki lengur skráður í dularfullt viðskiptafræðinám heldur jarðfræðinám en hún Ragnhildur Skjaldaar sem þarna ræður ríkjum ráðlagði mér að tala almennilega við þá Magnús Tuma og Hreggvið ef ég ætlaði að nýta þetta sem einhvern aukagrunn fyrir nám í jarðfræði eða jarðeðlisfræði á masterstigi. Hún talaði meira að segja þannig að það væri ekkert óhugsandi að ég gæti byrjað á þessu strax í haust... hvað er ég núna búinn að koma mér í ...

No comments: