Wednesday, June 08, 2011

Dagur 4 í æfingaprógramminu

Hef raunar dálitlar áhyggjur af því hvað þessir 66km virtust eitthvað vera mikill hjólatúr!

Hafði eiginlæega ætlað að taka pásu þennan dag [-í gær sko-] en vera duglegur daginn eftir. Var samt búinn að sjá að þann dag færi ég ekki af stað í langan hjólatúr fyrr en eftir hádegið eða þá alveg rosalega snemma því ég á stefnumót í HÍ upp úr hádeginu. Þá var spáð vaxandi vindfjanda.

Það varð því úr að eftir HSSR fund var farið af stað.

Gekk vel framan af en varð hálf þreyttur og leiður að vera að þessu næturgölti eftir því sem á leið. Hafði ætlað að fara í helst 80km þar sem ég var eiginlega búinn að ákveða hvíldardag daginn eftir. En endaði í þessum rúmu 66km. Æfingaplanið hafði hins vegar sagt 70km þannig að ég náði því ekki einu sinni.

En svo sem ágætt en var hálf þreyttur þegar heim kom upp úr 2 um nóttina.



Dagur
Plan
Raun
Uppsafnað
plan
Uppsafnað
raun
Athugasemd
1
10
12,4
10
12,4
Fyrsta sinn eftir veikindin
2
30
35,3
40
47,4
Ágætur fílingur
3
50
51,0
90
98,7
Rétt slefaði í markmiðið – miðnæturhjól
4
70
66,4
160
165,1
Ætlaði meira en var kalt og það var nótt
5
90

250


6
110

360


7
130

490



Ég geri hins vegar ekki ráð fyrir miklum afrekum í dag sem ætti að teljast 5. dagur í æfingaplaninu.  Tek þá eitthvað í staðinn á morgun.  Helst ekki undir 100km.  Svo sér maður bara til.  Það gengur ekki að vera búinn að gera út af við sig í æfingaprógrammi viku fyrur keppnina!

Frá æfingadegi 3 þegar ég var kominn 36,9km:





Svo má þess geta að við erum orðnir heimsfrægir eða þannig eftir að Mogginn reit vora sögu :-)

Af eyrnahellunni ægilegu er síðan það að frétta að hún er þarna ennþá en aðeins á undanhaldi - nema ég sé bara farinn að venjast henni og taka hana sem eðlilegt ástand - samt ekki því ég er farinn að heyra mun meira og betur en á meðan hún var í algleymingi.  Fór til Sigurbjörns læknis í gær og hann sagðist sjá að hlust eða eitthvað inni í eyranu væri lokað og þyrfti að ná að opnast.  Fékk ég einhvern nef-meðala-brúsa til að reyna að bæta úr því.

No comments: