Sunday, June 05, 2011

Komment á Flickr

Mér varð það á að kommenta á mynd á FLickr sem mér fannst alveg rosalega góð. Myndin sú er hér. Alver rosalega vel upp byggð mynd að mínu mati með góðan fókus í forgrunni og bakgrunni. Mér fannst því algjörlega tilhlýðilegt að hæla ljósmyndaranum örlítið. En eftir á að hyggja þá hefði ég látið það ógert.

Núna eru komin alls 137 komment á myndina og nokkuð góður hluti þeirra birtist mér í hvert skipti sem ég fer á upphafssíðu Flickr. Það væru svo sem alveg sök sér ef öll kommentin væru það sem ég get kallað "alvöru" komment en það er eiginlega alls ekki þannig. Stór hluti af kommentunum eru tilkomin af því að myndin hefur verið sett á síður sem eru þannig að ef maður setur inn eina mynd þá skal kommenta á 5 myndir í staðinn. Það er því stór hluti af kommentunum þarna tilkominn út af því að einhverjir úti í heimi hafa "neyðst" til að kommenta á einhverjar 5 myndir.

Svona frómt frá sagt þá finnst mér að sá sem geirr svona góða mynd eigi ekki að vera að dreifa myndinni sinni á einhverja svona síðu sem er búin til í þeim tilgangi að veiða komment. Myndin er allt of góð til þess.

En kannski ætti ég sjálfur að fara að gera svona til að markaðssetja sjálfan mig!


En af hjólreiðum....

Fór út um hádegisbil og kláraði rúma 35km. Markmiði dagsins hefur þar með verið náð en það var að fara 30km. Á morgun skal fara 50km og enga miskunn!

No comments: