Sunday, December 20, 2009

Mýs í Músahúsi


Hvönn á Fellsmörk

Hvönn í Fellsmörk og vetrarsólstöður


Það var farið í Fellsmörk um helgina loksins. Búið að gera margar tilraunir og nú skildi farið sama hvað tautaði og raulaði. Allt útlit var fyrir þurrt veður og því spáin hin besta eða hvað. Það var samt ekki alveg þannig því spáð var hvassviðri af verri gerðinni. Það hrikti í á Hellisheiðinni og svo voru fréttir af stórskaðaveðri í kringum Höfn á Hornafirði. Hringt var í veðurfréttakonuna Ralldigni og upplýsti hún um vesæla 10 metra á sekúndu sem víðast á Suðurlandi. Reyndar var einhver 28 metra á sekúndu vindhvðiða á Vatnskarðshólum en það var bara einhver ein hviða... hvað um það.

Við komumst í Fellsmörk án skakkafalla. Það voru einhverjar kviður á leiðinni en bara fínt þegar við komum í Fellmsörk. Sátum úti að snæðingi í góða veðrinu fram eftir kvöldi. Vígðum einnig alls kyns tól. Eldamaskínu eina umdeilda með tveimur gashellum og síðan hitara sem ég reyndar komst að eftir á að sé bara til utanhússbrúks.

MúsagatiðUndir miðnætti rauk hann síðan upp og lék allt á reiðiskjálfi nær alla nóttina. Varð okkur ekki mjög svefnsamt. Ofan á vindtryllinginn bættist við dularfullt trítl. Gerði ég fyrst ráð fyrir að mýslur myndu fara að bíta mig í eyrað en svo varð niðurstaðan sú að músarskammirnar væru undir gólfinu í spretthlaupi. Ef þær voru inni í húsinu þá voru þær búnar að verða sér út um hulinsskykkju því við heyrðum þær hlaupa allt hvað af tók en sáum ekkert til þeirra. Annars þá fundum við loksins eina allgóða inngönguleið músanna við dyraþröskuldinn og var honum lokað hið snarasta!

Það rýkur úr Hafursá í rokinu

Það rýkur úr Hafursá í rokinu


Daginn eftir gekk á með roki. Við fórum bara einhverja nær göngutúra niður á áreyrar og út um ræktarland. Þrátt fyrir að vatnsvö

Varnargarðurinn heldur áfram að skemmast en er samt ekkert svo mikið meira laskaður en áður. Áin rennur þar hins vegar óhindrað í gegn.
Skarðið í varnargarð Hafursár við Krók

Sá hluti Hafursár á Fellsmörk sem rennur í gegnum varðargarð við Krók


Við reyndar kvöldið áður höfðum ekki lagt í vatnasullið í myrkrinu og skildum bílinn eftir fyrir neðan Keldudalinn. Fórum reyndar yfir Keldudalslækinn en þar er vegurinn byrjaður að skemmast líka og gæti verið varasamur í snjó og hálku.

Skemmdir eftir bíl

Hjólför í gegnum neðri hluta Hlíðarbrautar


Einhver sem hefur verið þarna á ferð síðan fyrr í haust hefur hins vegar ekki skilið sinn bíl eftir við Keldudalslæk því það voru komin hjólför yfir mýrina í neðri hluta Hlíðarbrautarinn þar sem við ásamt fleirum erum að reyna að rækta okkar tré. Reyndar leit út fyrir að hjólförin væru eftir einhvern sem hefði orðið innlyksa því þau lágu í gegnum mýrina og að of þéttum trjágróðri og þar hafði verið snúið við.


Keldudalur fallinn

Nú er hann Keldudalur stekkur!


Hvort það er lýsandi dæmi skal ekki um sagt en einhvern veginn datt ljósmyndaranum í hug hending úr Íslandi Jónasar Hallgrímssonar: Nú er hún Snorrabúð stekkur og lyngið á Lögbergi helga blánar af berjum hvurt ár, börnum og hröfnum að leik. En víst er að skiltið fyrir Keldudal er fallið og vegurinn þannig séð ekki lengur til að Keldudalnum.

Monday, December 14, 2009

Bárðargata... svo einhverju sé haldið til haga

Það skyldi þó ekki verða Bárðargata um páska!


Stélbrött Esjuganga

Svo einhverju sé haldið til haga úr því maður tók allt í einu upp á því að endurveggja bloggið sitt að þá er stefnt á það núna að fara Bárðargötu skíðandi á páskum 2010.

Til svona undirbúnings þannig að allir verði keikir á skíðunum er ætt á Esju vikulega, eftir vinnu á fimmtudögum. Farið upp að Steini yfirleitt og svo bara niður aftur. Eins og myndin að ofan er að sýna.

Minn reyndar var eitthvað að pukra við það að fara tvisvar í viku en varð dálítið hált á því og uppskar brákað rifbein eða eitthvað fjandans mar sem er að gera mann brjálaðan núna!

Og svo annars af áætluðum hreystimennskuferðum þá er víst búið að skrá sig í Veternrundan aftur fyrir árið 2010. Það skulu því verða hjólaðir heilir 300 km aftur núna í júní. Já gott að hafa eitthvað að stefna að!

Sunday, December 13, 2009

Hvernig var þetta aftur...

Er ég alveg hættur að blogga?


Já eiginlega en þá eru það bara andaslitrurnar sem geta nú tekið tímann sinn.

Hafði ætlað að gera dálítið margt þessa helgina en það varð eitthvað minna úr möru eða eiginlega öllu. Fimmvörðuháls hafði staðið til en féll um sjálfan sig þegar ég féll um koll á Esjunni sunnudag fyrir viku í rölti þangað með Önnu Maríu. Eitthvað marið eða jafnvel brákað rifbein. Er orðinn verri núna. Einhver sagði að maður væri verstur á 10. degi rifbeinsbrots.

Svo átti þá í staðinn að fara í Fellsmörk en það varð eitthvað hálf endasleppt líka. Veðurspáin algjör hryllingur eins og um síðustu helgi og reyndar svo vond að Gunninn fór í mælingaferð í Hólmsá til að skoða flóð sem var komið í þá á. Svo var reyndar ágætt að það var ekki verið að fara í Þórsmörk því fólk lenti víst í einhverjum vatnahryllingi í Steinsholtsánni.

En svona þannig að eitthvað hafi nú gerst þá komu Ragnhildur og Kristján með ómegðina í heimsókn. Okkur taldist til að þau hafi ekki komið hingað til mín síðan á 17. júní. Já, það er að verða hálft ár síðan!

Hrefna Vala

Margrét

Ég er síðan þessa helgina þess utan verið eitthvað að vinna, fara yfir EHÍ próf sem er að klárast og svo hlusta ég reglubundið á Hjálmatónleika nágrannans.

Tuesday, September 08, 2009

Mosfellsheiðarhjólatúr

Ekki seinna vænna!

the one

já, það var ekki seinna vænna. Ég er víst skráður í HSSR-hjólaferð Eyþórs sem verður um helgina. Veit ekkert hvort ég geti eitthvað þegar á íslensk fjallahjólafjöll kemur. Ákvað að fara Mosfellsheiðarrúnt. Fattaði á leiðinni í bílnum að það vantaði líklega smurningu á keðjuna. Allt var farið að ískra frekar óþægilega. N1 rokkaði ekki feitt en það gerði hins vegar strákurinn hjá Olís sem gaf mér smurolíudreitil í kaffimáli. Það er hægt að nota kaffimálin í ýmislegt sko.

Nú svo var keyrt langleiðina yfir Mosfellsheiði og byrjað að hjóla þar sem eldgamli vegurinn endar eða byrjar... svona eftir því hvorum megin maður er það og það skiptið.

Vegurinn var svona misvondur en allt í lagi í heildina. Veðrið var sól og ég var búinn að skipuleggja hjólatúrinn þannig að vinurinn væri í bakið. Ekki slæmt skipulag það! Enda gekk þetta svo vel að niðurstaðan varð sú að með góðri aðstoð var hægt að bjarga Tarfinum og Gráu Þrumunni heim strax um kvöldið.

Ætli maður verði ekki að fara í þessa HSSR hjólaferð. Nógu gaman var bara að þvælast einsamall þarna yfir Mosfellsheiðina!

Monday, August 31, 2009

Af kamarraunum

Raunir tveggja bræðra af kamarsmíði í Fellsmörk

Vatnavextir í Fellsmörk

Vegarslóði Fellsmerkur undir vatni



Það á ekki af manni dauðum að ganga. Við bræður ákváðum Fellsmerkurferð um helgina eins og stundum áður. Eitthvað höfðum við heyrt um vatnavexti þar sem foreldrar okkar höfðu ætlað til Fellsmerkur helgina áður en þurft frá að hverfa sakir vatnavaxta þar sem Hafursáin var búin að flæmast um þar sem heita átti vegur. En nú vorum við bræður mættir á stóra Tarfinum og til alls líklegir. Meira að segja voru foreldrarnir aftur mættir og treystu á tarfinn eins og við.

Tilgangurinn var að koma gólfi í kamarskömmina og klára helst sperruverk og annað burðarvirki kamarsins og jafnvel klambra einhverju saman sem mætti sitja á í kamrinum þegar sú iðja er stunduð sem kamrar eru sérhannaðir fyrir. En það varð ekki af því.

Eftir að hafa öslað áreyrar og sokkna vegarslóða komumst við loksins á músarstaði og þar blasti við undarleg sjón. Kamarholan hafði breyst í sundlaug sem virtist helst notuð af músum í sjálfsmorðshugleiðingum!

Thursday, August 27, 2009

Baldvin í Beco er snillingur

Það var farið með linsu í viðgerð í dag

Þegar ljósnyndnarinn dró upp 80-200mm F2.8 hlunkinn (fótboltalinsuna sko) sinn og ætlaði að fara að mynda einhverja ísjakana þá bara hringlaði í honum. Á einhvern undarlegan hátt höfðu skrúfur sem hafa það göfuga hlutverk að halda framenda linsunnar saman ákveðið að hefja nýtt líf utan linsuhlunksins. Reyndar tókst nú alveg að taka einherjar myndir með linsunni í Grænalandinu en það var varla hættandi á að hafa linsuna skröltandi svona til langframa.

Eftir að hafa hringt í Beco var niðurstaðan að koma með hlunkinn til að sjá hvað væri hægt að gera en Nikin dót senda þeir venjulega til útlandsins, sem mér leist ekki of mikið á. Síðast þegar svona dót frá mér fór í viðgerð til útlanda þá endaði það með meiriháttar Evrópureisu myndavélarinnar.

En Baldvin bara tók linsuna mína og sneið í hana skrúfur sem pössuðu á meðan ég verslaði mér einn filter hjá honum. Það skipti ekki miklu máli þó filterinn kostaði marga þúsundkarla því viðgerðin hans endaði á að verða ókeypis.

Fyrir utan að vera fótboltalinsa þá hefur t.d. verið hægt að taka með henni afríkanskar sólarlagsmyndir á borð við þessa hér:

Sunset in Kenya - Masai Mara


Eins gott að hún er komin í lag!

Monday, August 24, 2009

Háaloftið!

Vá! Bloggfærsla tvo daga í röð!!!


Uppi á háalofti er stundum allt í drasli

Draslið á háaloftinu er samt við sig... reyndar ársgömul mynd en ástandið er svipað!



Loksins kom ég mér upp á háaloft til að gera einhvern skurk í öllu þessu drassli sem er þarna. Reyndar auðvitað ekki neitt drasl heldur mjög mikilvægir hlutir eins og jakkinn sem ég var í þegar ég útskrifaðist úr háskóla og mamma mín saumaði af mikilli snilld, gráu frekar ljótu jakkafötin sem ég keypti mér þegar mér skildist af kærustunni að ekkert annað gengi þegar farið væri á árshátíð og svo er þarna einhvers staðar fermingarjakkinn minn held ég.

Svo rakst ég á eina tösku fulla af gömlum skóm og síðan plastpoka (svona stóran svartan) með því sama... hmmm... kannski ætti maður að henda einhverju eða koma til rauðakrossins.

Svo er þarna eitthvað dót sem maður á alls ekki einu sinni sjálfur. Það er spurning hvort landverðir séu ekki komnir til byggða. Jám, ætli það séu ekki að verða komin þrjú ár síðan ég setti svipaða setningu í blogg hjá mér... nei þau eru víst orðin fjögur!

Sunday, August 23, 2009

Jæja... blogg sumarsins

Þetta árið verður maður nú varla talinn afkastamikill bloggari. En nú skal sagt frá einhverju sem gerðist þetta sumar sem er eiginlega formleg að ljúka um þessa helgi. Reykjavíkurmaraþonið og menningarnóttin að baki og vinnan tekur við á morgun. Þetta verða óvenjuskörp skil hjá manni!

Fellsmörk aftur og aftur


Þröstur sitjandi á grein
Það var farið aftur og aftur nokkrum sinnum með Gunnanum í Fellsmörkina. Bæði í gróðursetningu, fuglamyndatöku og slíkt en svo var hafin smíði á kamarhúskofa sem er bara nokkuð langt komin.
Burðargrind Kúkúsins að taka á sig mynd

Fjallabaksferð ein mikil


Það var farið um Fjallabak þvert og endilangt. Bæði það Syðra og hið Nyrðra. Á því Nyrðra var til dæmis arkað á Bláhnúk
Landmannalaugar - Bláhnúkur

En á því Syðra var til dæmis farið í Rauðabotn.
Í Rauðabotni


Stefnumót við fossa Djúpár og Brunnár


Farin var ein sérdeilis flott gönguferð með fyrrverandi IMG-urum upp með Brunná og niður með Djúpá þar sem fossar þessara áa voru sérstaklega skoðaðir. Þar var vatnsmestur og líklega flottastur fossinn sá sem stundum hefur verið kallaður Bassi en heitir annars bara ekki neitt skv. Páli vini vorum.
Fossinn Bassi í Djúpá í Panorama

Já, hægt er að smella á myndina til að fá hana sérdeilis stóra!



Það bar annars til tíðinda í þessari ferð að um morguninn á öðrum degi ferðarinnar var þvílík bongóblíða að fæstir höfðust við í tjöldum og voru komnir út undir bert loft í svefnpokunum.


Þegar leið á daginn fór veðrið að breytast eitthvað og fyrst gránaði í fjöll og svo varð bara allt hvítt. Ekki slæmt svona um hásumarið. Verra veður var væntanlega á norðurhálendinu samt!
það getur snjóað á fjöllum!

En breytingin á veðri á bara örfáum klukkutímum með algjörum ólíkindum.

Könnunarleiðangur Sveðju


Sveðjan þar sem hún rennur í lónið

Gæsavatnaleið


Eftir að hafa farið hinn stutta túr inn í Þórsmörk þar sem öslað var yfir Krossá og fleiri sprænur í ágætum vexti var haldið á miðhálendið. Stefnan hafði verið sett á Fjallkirkju Langjökuls og búið að hafa samband við Villa jöklaskálagælyklagæslumann en þar sem rigning átti að vera á Kili var farið um næsta jöklaskarð, þ.e. Sprengisandinn. Fyrst var áð í Nýjadal og svo farin Gæsavatnaleið í Öskju. Baðið var tekið í Víti og góður göngutúr um fjallabrúnir að Öskjuopi á bakaleiðinni.

Í Herðubreiðarlindum var hitt á Guðjón Jónsson fyrrverandi rafveitumann og Ráðgerðing sem var þar kominn á húsbílnum sínum.

Svo átti að arka á Herðubreið en þá barst símtal. Ég spurður hvort mig langaði ekki til Grænlands. Það varð og úr!
Reyndar var reynt við Herðubreiðina en þar var komin rigning og þegar droparnir voru orðnir stórir og hvorki sást upp né niður var eiginlega ekkert vitrænt í stöðunni annað en að fara niður. Ferðin stytt um einn dag og fengið fararleyfi til Grænlands!

Grænland


Í Einarsfirði á Grænlandi - Igalikup


......




....

Monday, June 29, 2009

Pödduvitlaust í Fellsmörk

neinei, ekkert pöddufullur heldur bara í náttúrulegum rannsóknum



Snigill sem sniglast áfram... yfir sóleyjarblað

Snigillinn sem sniglaðist áfram á ullarsokknum mínum en þarna kominn upp á borð og farinn að valta yfir saklaus sóleyjarblöð!

Bræður tveir fóru í Fellsmerkurferð um helgina. Annar meira að gróðursetja en hinn meira að þykjast vera í líffræðilegum sérfræðistörfum. Út frá karakter mælingar heimsins er nokkuð verðugt byrjandaverkefni að skrá allt lífræns eðlis sem þrífst í Brúalandi og á Músastöðum í Fellsmörk. Snigillinn að ofan fannst ullarsokkurinn minn frekar forvitinlegur og vissi síðan ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann var orðinn fyrirsæta uppi á matarborði. Líklega hefur farið um hann þar sem einhvern tíman hafði hann heyrt um Sniglaveisluna. Tók hann því á rás og forðaði sér hið snarasta (les á 23 mínútum, 18 sekúndum og 2 sekúndubrotum) niður á jörðina aftur. Skeytti ekki um eitt né neitt sem á vegi hans varð og æddi yfir sóleyjarblöð sem honum voru gefin í fæðuskyni.

Kanínan

Stökkbreytta músin sem er orðin á stærð við kanínu



Reyndar bar kannski einna helst til tíðinda að á Músastöðum birtist allt í einu stökkbreytt mús. Það eru ekki ýkjur en hún var á stærð við kanínu!

Fellsmörkin lítur annars alveg ljómandi vel út eins og sjá má á panoramamynd efst á landi Músastaða og Brúalands.
Lúpínur yfir Hlíðarbraut í Fellsmörk

Panorama - smella á myndina til að fá hana flennistóra alveg hreint!



Svo gróðursetti ég smávegis með brójanum en var líka með vatnslitasett og tók sig upp gamall sjukdómur þegar ég slubbaði Búrfellinu á blað!
Búrfell í vantslitum

Búrfellið í vatnslitum

Sunday, June 21, 2009

Þá eru 300km að baki


Bara alveg nokkuð ánægður með sig eftir 30 km

Þokkalega sáttur kominn í mark eftir 300km



Það var búið að reyna að undirbúa svona eitthvað eftir bestu getu

vattern umhverfi

ERS_5707

Spáð í staðhætti Motola


ERS_5714

Bræður dálítið sposkir á markaðnum




......


ERS_5722

Garpar á Eurosport






ERS_5762

Að fara að leggja í'ann




IMG_2923

Íbygginn í upphafi ferðar




IMG_2926

Með dropann á nefinu




IMG_2928

Gunni að gófla í sig pulsur með kartöfflumús og finnst það ekki leiðinlegt!




IMG_2931

Bergur og Dosti mættir og bara nokkuð brattir




IMG_2932

Byrjaðir að sjá fyrir enann á þessu öllu saman




ERS_5791

Komnir :-)




ERS_5786

Ekki alveg búnir!




......






í FERJUNNI

Á leið yfir Ermasundið í ferjunni þar sem við vildum fá tilbreytingu frá brúnni ógurlegu... Eyrarsund eða eitthvað :p



Rok í Danmörku

Fánar skulu hafðir til sannindamerkis um rok






ERS_5799

Brosandi bræður á Ráðhústorgi, þrátt fyrir verðlagið og veðurlagið





IMG_2950

Með Ástu og Litlu Hafmeyjunni úti á Löngulínu







... ÆTLA AÐ BÆTA EINHVERJU MEIRA VIÐ ÞEGAR OG EF TÍMINN GEFST.
HÉR ER ANNARS AUGLÝST EFTIR TÍMA TIL SÖLU!

Monday, June 08, 2009

Nostalgíurnar leynast víða

Herðubreyðarlindir, Askja og sumarið 2006

DSC_4428

Séð yfir Öskjuvatn frá Dyngjufajallaklasanum miðjum


Fyrir einhverjum dögum fékk ég símtal að Norðan úr Mývatnssveitinni. Gísla Rafn eða hann Gilla vantaði myndir til að not í bækling. Jú hvort ég átti ekki eitthvað. Í dag komst ég loksins í að fara yfir hvað ég átti til. Hvort ég á nákvæmlega það sem vantaði veit ég ekki alveg en það var gaman að rifja upp þetta ár nokkuð stöðugrar fjallmennsku þegar fari var um á honum Cesari.

En myndirnar sem ég tók til eru hér.

Já Cesar... það minnir mig á það. Ætli Patrollinn sé ekki kominn með nafnið "Tarfurinn". Held það hæfi honum ágætlega. Það má einhver giska á afhverju hann fékk það nafn en gæti verið erfitt. Er dálítið mikið langsótt held ég. En tarfur skal hann heita þangað til hann festist... þá gæti hann fengið nafnið Naut í flagi.


....

Sunday, June 07, 2009

Seinasta hjólaæfing og ljósmyndabíltúr út á Reykjanes

Hjólatúr og ljósmyndabíltúr


Mér fannst hjólatúrinn ekkert svo stuttur en hann var samt styttri en ljósmyndabíltúrinn sem mér fannst frekar stuttur. En það stafar líklega af því að annað farartækið var pedalaknúið af sjálfum mér en hitt var díselknúið af einhverjum haug af hestöflum.

hjolatur 18.5.2009

Hjólatúrinn var stórfínn. Farið umhverfis Reykjavíkur - Kópavogs - Garðabæjar - Hafnarfjarðar - Mosfellsbæjar - Seltjarnarness svæðið. Eitthvað rétt tæpir 100 km. Gekk eins og í sögu kannski fyrir utan þegar ég fór einhvern smá malarkafla þar sem tenging á milli stíga var ekki frágengin. Skipti engum togum en framdekkið grófst niður og ég flaug á hausinn. Hraðinn samt ekki svo mikill svo mér tókst að fá mér bara sæmilega þægilega lendingu.
Just after I fell off my bike!

Hjólið þar sem það lá eftir



En þetta var bara nokkuð góður dagur því eftir að ég hafði legið í sólbaði í Laugardalslauginni í svona klukkutíma var farið út á Reykjanes til að taka myndir. Nokkuð sem ég hef ekki gert í háa herrans tíð að gefa mér tíma til að fara bara eitthvað svona bara til að taka myndir. Batnandi manni er best að lifa. Þetta varð nú reyndar ekkert mjög langur bíltúr. Lét mér nægja að taka einhverjar Garðskagavitamyndir og reyndar eitthvað fleira líka sem var svona bara la la.

En þetta er svona nýi og gamli vitinn... já ég veit, óttalegar klisjumyndir en myndir samt!

Garðskagaviti - The new lighthouse

Garðskagaviti

Thursday, June 04, 2009

Enn einn hjólatúrinn

Um Reykjavík og nærsveitir

17,8 km/h

Bara einhver sem maður mætti



Æfingar fyrir 300km Vatnarúntinn halda áfram. Eftir 123 kílómetrana á sunnudaginn var bara nokkuð ljúft að fara alls tæpa 90 kílómetra.

Við fórum á bakaleið fram hjá gömlu Umbúðamiðstöðinni. Mikið ofboðslega var undarlegt að koma að einhverjum stað sem virkaði á mig eins og eyðibýli.

Monday, June 01, 2009

Hjólað á Mýrunum

122,8 km taldist hraðamælinum til (lengdarmetrar sko... ekki hraði)


Using cruise control by the wind

Með Cruise Controlið við völd ...



Eftir að hafa þegið loft í boði Vatnamælinga les Veðurstofunnar við Grensásveg var okkur ekkert að vanbúnaði en að leggja af stað. Augnablik... mig langar í appelsín og prinspóló! Stoppað í Select en þar var allt of mikið af fólki og biðröð út úr dyrum þannig að það var bara next stop Hyrnarn í Borgarnesi. En augnablik aftur. Núna hafði prinspólóið breyst í pulsu en það skipti ekki máli því það var enn meira af fólki í Hyrnunni í Borgarnesi. Getur þetta fólk ekki verið heima hjá sér. Það mætti halda að það væri einhver sérstök ferðahelgi. Það var síðan sjoppa númer tvö í Borgarnesi sem reddaði málinu fyrir okkur. Pulsan í magann og svo var keyrt eitthvað rúma þrjátíu kílómetra út á Mýrar.

Rauða Eldingin

Rauða Eldingin aðeins að slaka á áður en ætt var inn í Borgarnes



Það gekk vel að keyra og svo líka vel að hjóla. Ég og rauða eldingin vorum að bonda þvílíkt vel saman í gegnum nýju hjólaskóna.

Have something to eat

Snickers úti í vegakanti!



Eitthvað snakk í Olís í og svo var bara farið til baka aftur og náð í bílinn. Þar var étið eins og eitt brauð með túnfisksallati. Nei ekki ein brauðsneið heldur heilt brauð eða þarumbil. Og áfram var haldið lengra út á Snæfellsnes. Eitthvað var nú Rauðu Eldingunni farið að mislíka þetta og ákvað að slíta einn tein svona í mótmælaskyni. En ég hlustaði ekki á þetta röfl í hjólinu og ekki var snúið við fyrr en hraðamælar sýndu 95 km.

Point of return

Breiðablik... þar sem bræður snéru við eftir 95 kílómetra



Það var mikil léttir að sjá álengdar yfirgefinn bíl úti í vegarkanti og ekki sálu neins staðar að sjá. Ég með bíllykil og fljótlega var Gunninn kominn líka og við á heimleið. 122,8 km lagðir af baki. Ég með meðalhraða 24,7 held ég á meðan hjólið var stigið. Ætli það sé ekki bara þolanlega ágætt eða hvað?


Vegalengd: 122,8km
Meðalhraði á meðan hjólað var hjá mér 24,7km/klst eitthvað
Mesti hraði: 62 km/klst líklega í brekkunni inn að Borgarnesi