Monday, December 14, 2009

Bárðargata... svo einhverju sé haldið til haga

Það skyldi þó ekki verða Bárðargata um páska!


Stélbrött Esjuganga

Svo einhverju sé haldið til haga úr því maður tók allt í einu upp á því að endurveggja bloggið sitt að þá er stefnt á það núna að fara Bárðargötu skíðandi á páskum 2010.

Til svona undirbúnings þannig að allir verði keikir á skíðunum er ætt á Esju vikulega, eftir vinnu á fimmtudögum. Farið upp að Steini yfirleitt og svo bara niður aftur. Eins og myndin að ofan er að sýna.

Minn reyndar var eitthvað að pukra við það að fara tvisvar í viku en varð dálítið hált á því og uppskar brákað rifbein eða eitthvað fjandans mar sem er að gera mann brjálaðan núna!

Og svo annars af áætluðum hreystimennskuferðum þá er víst búið að skrá sig í Veternrundan aftur fyrir árið 2010. Það skulu því verða hjólaðir heilir 300 km aftur núna í júní. Já gott að hafa eitthvað að stefna að!

No comments: