Thursday, August 27, 2009

Baldvin í Beco er snillingur

Það var farið með linsu í viðgerð í dag

Þegar ljósnyndnarinn dró upp 80-200mm F2.8 hlunkinn (fótboltalinsuna sko) sinn og ætlaði að fara að mynda einhverja ísjakana þá bara hringlaði í honum. Á einhvern undarlegan hátt höfðu skrúfur sem hafa það göfuga hlutverk að halda framenda linsunnar saman ákveðið að hefja nýtt líf utan linsuhlunksins. Reyndar tókst nú alveg að taka einherjar myndir með linsunni í Grænalandinu en það var varla hættandi á að hafa linsuna skröltandi svona til langframa.

Eftir að hafa hringt í Beco var niðurstaðan að koma með hlunkinn til að sjá hvað væri hægt að gera en Nikin dót senda þeir venjulega til útlandsins, sem mér leist ekki of mikið á. Síðast þegar svona dót frá mér fór í viðgerð til útlanda þá endaði það með meiriháttar Evrópureisu myndavélarinnar.

En Baldvin bara tók linsuna mína og sneið í hana skrúfur sem pössuðu á meðan ég verslaði mér einn filter hjá honum. Það skipti ekki miklu máli þó filterinn kostaði marga þúsundkarla því viðgerðin hans endaði á að verða ókeypis.

Fyrir utan að vera fótboltalinsa þá hefur t.d. verið hægt að taka með henni afríkanskar sólarlagsmyndir á borð við þessa hér:

Sunset in Kenya - Masai Mara


Eins gott að hún er komin í lag!

No comments: