Er ég alveg hættur að blogga?
Já eiginlega en þá eru það bara andaslitrurnar sem geta nú tekið tímann sinn.
Hafði ætlað að gera dálítið margt þessa helgina en það varð eitthvað minna úr möru eða eiginlega öllu. Fimmvörðuháls hafði staðið til en féll um sjálfan sig þegar ég féll um koll á Esjunni sunnudag fyrir viku í rölti þangað með Önnu Maríu. Eitthvað marið eða jafnvel brákað rifbein. Er orðinn verri núna. Einhver sagði að maður væri verstur á 10. degi rifbeinsbrots.
Svo átti þá í staðinn að fara í Fellsmörk en það varð eitthvað hálf endasleppt líka. Veðurspáin algjör hryllingur eins og um síðustu helgi og reyndar svo vond að Gunninn fór í mælingaferð í Hólmsá til að skoða flóð sem var komið í þá á. Svo var reyndar ágætt að það var ekki verið að fara í Þórsmörk því fólk lenti víst í einhverjum vatnahryllingi í Steinsholtsánni.
En svona þannig að eitthvað hafi nú gerst þá komu Ragnhildur og Kristján með ómegðina í heimsókn. Okkur taldist til að þau hafi ekki komið hingað til mín síðan á 17. júní. Já, það er að verða hálft ár síðan!
Ég er síðan þessa helgina þess utan verið eitthvað að vinna, fara yfir EHÍ próf sem er að klárast og svo hlusta ég reglubundið á Hjálmatónleika nágrannans.
No comments:
Post a Comment