Sunday, June 07, 2009

Seinasta hjólaæfing og ljósmyndabíltúr út á Reykjanes

Hjólatúr og ljósmyndabíltúr


Mér fannst hjólatúrinn ekkert svo stuttur en hann var samt styttri en ljósmyndabíltúrinn sem mér fannst frekar stuttur. En það stafar líklega af því að annað farartækið var pedalaknúið af sjálfum mér en hitt var díselknúið af einhverjum haug af hestöflum.

hjolatur 18.5.2009

Hjólatúrinn var stórfínn. Farið umhverfis Reykjavíkur - Kópavogs - Garðabæjar - Hafnarfjarðar - Mosfellsbæjar - Seltjarnarness svæðið. Eitthvað rétt tæpir 100 km. Gekk eins og í sögu kannski fyrir utan þegar ég fór einhvern smá malarkafla þar sem tenging á milli stíga var ekki frágengin. Skipti engum togum en framdekkið grófst niður og ég flaug á hausinn. Hraðinn samt ekki svo mikill svo mér tókst að fá mér bara sæmilega þægilega lendingu.
Just after I fell off my bike!

Hjólið þar sem það lá eftir



En þetta var bara nokkuð góður dagur því eftir að ég hafði legið í sólbaði í Laugardalslauginni í svona klukkutíma var farið út á Reykjanes til að taka myndir. Nokkuð sem ég hef ekki gert í háa herrans tíð að gefa mér tíma til að fara bara eitthvað svona bara til að taka myndir. Batnandi manni er best að lifa. Þetta varð nú reyndar ekkert mjög langur bíltúr. Lét mér nægja að taka einhverjar Garðskagavitamyndir og reyndar eitthvað fleira líka sem var svona bara la la.

En þetta er svona nýi og gamli vitinn... já ég veit, óttalegar klisjumyndir en myndir samt!

Garðskagaviti - The new lighthouse

Garðskagaviti

No comments: