Monday, August 31, 2009

Af kamarraunum

Raunir tveggja bræðra af kamarsmíði í Fellsmörk

Vatnavextir í Fellsmörk

Vegarslóði Fellsmerkur undir vatni



Það á ekki af manni dauðum að ganga. Við bræður ákváðum Fellsmerkurferð um helgina eins og stundum áður. Eitthvað höfðum við heyrt um vatnavexti þar sem foreldrar okkar höfðu ætlað til Fellsmerkur helgina áður en þurft frá að hverfa sakir vatnavaxta þar sem Hafursáin var búin að flæmast um þar sem heita átti vegur. En nú vorum við bræður mættir á stóra Tarfinum og til alls líklegir. Meira að segja voru foreldrarnir aftur mættir og treystu á tarfinn eins og við.

Tilgangurinn var að koma gólfi í kamarskömmina og klára helst sperruverk og annað burðarvirki kamarsins og jafnvel klambra einhverju saman sem mætti sitja á í kamrinum þegar sú iðja er stunduð sem kamrar eru sérhannaðir fyrir. En það varð ekki af því.

Eftir að hafa öslað áreyrar og sokkna vegarslóða komumst við loksins á músarstaði og þar blasti við undarleg sjón. Kamarholan hafði breyst í sundlaug sem virtist helst notuð af músum í sjálfsmorðshugleiðingum!

No comments: