Sunday, December 20, 2009

Mýs í Músahúsi


Hvönn á Fellsmörk

Hvönn í Fellsmörk og vetrarsólstöður


Það var farið í Fellsmörk um helgina loksins. Búið að gera margar tilraunir og nú skildi farið sama hvað tautaði og raulaði. Allt útlit var fyrir þurrt veður og því spáin hin besta eða hvað. Það var samt ekki alveg þannig því spáð var hvassviðri af verri gerðinni. Það hrikti í á Hellisheiðinni og svo voru fréttir af stórskaðaveðri í kringum Höfn á Hornafirði. Hringt var í veðurfréttakonuna Ralldigni og upplýsti hún um vesæla 10 metra á sekúndu sem víðast á Suðurlandi. Reyndar var einhver 28 metra á sekúndu vindhvðiða á Vatnskarðshólum en það var bara einhver ein hviða... hvað um það.

Við komumst í Fellsmörk án skakkafalla. Það voru einhverjar kviður á leiðinni en bara fínt þegar við komum í Fellmsörk. Sátum úti að snæðingi í góða veðrinu fram eftir kvöldi. Vígðum einnig alls kyns tól. Eldamaskínu eina umdeilda með tveimur gashellum og síðan hitara sem ég reyndar komst að eftir á að sé bara til utanhússbrúks.

MúsagatiðUndir miðnætti rauk hann síðan upp og lék allt á reiðiskjálfi nær alla nóttina. Varð okkur ekki mjög svefnsamt. Ofan á vindtryllinginn bættist við dularfullt trítl. Gerði ég fyrst ráð fyrir að mýslur myndu fara að bíta mig í eyrað en svo varð niðurstaðan sú að músarskammirnar væru undir gólfinu í spretthlaupi. Ef þær voru inni í húsinu þá voru þær búnar að verða sér út um hulinsskykkju því við heyrðum þær hlaupa allt hvað af tók en sáum ekkert til þeirra. Annars þá fundum við loksins eina allgóða inngönguleið músanna við dyraþröskuldinn og var honum lokað hið snarasta!

Það rýkur úr Hafursá í rokinu

Það rýkur úr Hafursá í rokinu


Daginn eftir gekk á með roki. Við fórum bara einhverja nær göngutúra niður á áreyrar og út um ræktarland. Þrátt fyrir að vatnsvö

Varnargarðurinn heldur áfram að skemmast en er samt ekkert svo mikið meira laskaður en áður. Áin rennur þar hins vegar óhindrað í gegn.
Skarðið í varnargarð Hafursár við Krók

Sá hluti Hafursár á Fellsmörk sem rennur í gegnum varðargarð við Krók


Við reyndar kvöldið áður höfðum ekki lagt í vatnasullið í myrkrinu og skildum bílinn eftir fyrir neðan Keldudalinn. Fórum reyndar yfir Keldudalslækinn en þar er vegurinn byrjaður að skemmast líka og gæti verið varasamur í snjó og hálku.

Skemmdir eftir bíl

Hjólför í gegnum neðri hluta Hlíðarbrautar


Einhver sem hefur verið þarna á ferð síðan fyrr í haust hefur hins vegar ekki skilið sinn bíl eftir við Keldudalslæk því það voru komin hjólför yfir mýrina í neðri hluta Hlíðarbrautarinn þar sem við ásamt fleirum erum að reyna að rækta okkar tré. Reyndar leit út fyrir að hjólförin væru eftir einhvern sem hefði orðið innlyksa því þau lágu í gegnum mýrina og að of þéttum trjágróðri og þar hafði verið snúið við.


Keldudalur fallinn

Nú er hann Keldudalur stekkur!


Hvort það er lýsandi dæmi skal ekki um sagt en einhvern veginn datt ljósmyndaranum í hug hending úr Íslandi Jónasar Hallgrímssonar: Nú er hún Snorrabúð stekkur og lyngið á Lögbergi helga blánar af berjum hvurt ár, börnum og hröfnum að leik. En víst er að skiltið fyrir Keldudal er fallið og vegurinn þannig séð ekki lengur til að Keldudalnum.

No comments: