122,8 km taldist hraðamælinum til (lengdarmetrar sko... ekki hraði)

Með Cruise Controlið við völd ...
Eftir að hafa þegið loft í boði Vatnamælinga les Veðurstofunnar við Grensásveg var okkur ekkert að vanbúnaði en að leggja af stað. Augnablik... mig langar í appelsín og prinspóló! Stoppað í Select en þar var allt of mikið af fólki og biðröð út úr dyrum þannig að það var bara next stop Hyrnarn í Borgarnesi. En augnablik aftur. Núna hafði prinspólóið breyst í pulsu en það skipti ekki máli því það var enn meira af fólki í Hyrnunni í Borgarnesi. Getur þetta fólk ekki verið heima hjá sér. Það mætti halda að það væri einhver sérstök ferðahelgi. Það var síðan sjoppa númer tvö í Borgarnesi sem reddaði málinu fyrir okkur. Pulsan í magann og svo var keyrt eitthvað rúma þrjátíu kílómetra út á Mýrar.

Rauða Eldingin aðeins að slaka á áður en ætt var inn í Borgarnes
Það gekk vel að keyra og svo líka vel að hjóla. Ég og rauða eldingin vorum að bonda þvílíkt vel saman í gegnum nýju hjólaskóna.

Snickers úti í vegakanti!
Eitthvað snakk í Olís í og svo var bara farið til baka aftur og náð í bílinn. Þar var étið eins og eitt brauð með túnfisksallati. Nei ekki ein brauðsneið heldur heilt brauð eða þarumbil. Og áfram var haldið lengra út á Snæfellsnes. Eitthvað var nú Rauðu Eldingunni farið að mislíka þetta og ákvað að slíta einn tein svona í mótmælaskyni. En ég hlustaði ekki á þetta röfl í hjólinu og ekki var snúið við fyrr en hraðamælar sýndu 95 km.

Breiðablik... þar sem bræður snéru við eftir 95 kílómetra
Það var mikil léttir að sjá álengdar yfirgefinn bíl úti í vegarkanti og ekki sálu neins staðar að sjá. Ég með bíllykil og fljótlega var Gunninn kominn líka og við á heimleið. 122,8 km lagðir af baki. Ég með meðalhraða 24,7 held ég á meðan hjólið var stigið. Ætli það sé ekki bara þolanlega ágætt eða hvað?
Vegalengd: 122,8km
Meðalhraði á meðan hjólað var hjá mér 24,7km/klst eitthvað
Mesti hraði: 62 km/klst líklega í brekkunni inn að Borgarnesi
No comments:
Post a Comment