Vá! Bloggfærsla tvo daga í röð!!!
Draslið á háaloftinu er samt við sig... reyndar ársgömul mynd en ástandið er svipað!
Loksins kom ég mér upp á háaloft til að gera einhvern skurk í öllu þessu drassli sem er þarna. Reyndar auðvitað ekki neitt drasl heldur mjög mikilvægir hlutir eins og jakkinn sem ég var í þegar ég útskrifaðist úr háskóla og mamma mín saumaði af mikilli snilld, gráu frekar ljótu jakkafötin sem ég keypti mér þegar mér skildist af kærustunni að ekkert annað gengi þegar farið væri á árshátíð og svo er þarna einhvers staðar fermingarjakkinn minn held ég.
Svo rakst ég á eina tösku fulla af gömlum skóm og síðan plastpoka (svona stóran svartan) með því sama... hmmm... kannski ætti maður að henda einhverju eða koma til rauðakrossins.
Svo er þarna eitthvað dót sem maður á alls ekki einu sinni sjálfur. Það er spurning hvort landverðir séu ekki komnir til byggða. Jám, ætli það séu ekki að verða komin þrjú ár síðan ég setti svipaða setningu í blogg hjá mér... nei þau eru víst orðin fjögur!
No comments:
Post a Comment