Tuesday, February 28, 2006

Það var ljósmyndunarsýning

Helgin bar heila ljósmyndasýningu í för með sér. Eða kannski tvær eða þrjár eftir því hvernig maður telur.

Fór á laugardaginn í World Class, ekki til að sprikla enda ár og dagur síðan það gerðist síðast heldur í lystrænum tilgangi eingöngu (nammi namm eða þannig ef einhver heldur að ég kunni ekki sdafseddninku). Á vetrarlistahátíð núna er nebblega meðal sýningaratriðia ljósmyndasýning ljósmyndakeppni.is og mín mynd þar á meðal. Ég reyndar brá mér rétt aðeins frá til að sækja dúkahnif og eitthvað dót og þá t´ku hinir sig til og skáru myndina mína í spað eða þannig. Ég brá þá bara fyrir mig vandvirkninni og redúseraði eins og í gamla daga. Helga Kvam snillingur tók þá af mér mynd merkilegt nokk!

mr fixit, originally uploaded by hkvam.


Myndin mín á sýningunni er annars þessi hér.
The sheep from my friend Lalli

Á sunnudeginum var svo sýningin barin augum (sýing nr. tvö ef maður vill telja þannig) og svo var líka skoðuð Blaðaljósmyndarfélagssýng í Gerðasafni (sýning nr. 3 altso). Verð að játa að ég öfundaði blaðaljósmyndarna feitt af sinni sýningaraðstöðu. Þetta í World Class er þannig að myndirnar eru hengdar upp úti í glugga. Verð að játa að ég hef bara sjaldan vitað annað eins! En Sje&Co tókst nú samt að gera jafn gott úr þessu og hægt var og sýningin okkar bara fín... eða svo fannst að minnsta kosti okkur sem að henni stóðum.

No comments: