Wednesday, February 08, 2006

Það er kalt þessa dagana

Ég skil ekki hvaðan þessi helv. kuldi kemur. Hann smýgur alls staðar í geng. Það var annars hið hlýjasta veður með helvítis rigningu fyrir ekki svo löngu síðan. Svo einn morguninn vissi ég ekki hvur ósköpin voru að gerast þegar lykillinn ætlaði ekki að komast í skrána á bíldrússlunni minni. Eftir mikinn barning tókst mér að taka úr lás en það var ekki undir stýrið komið þó hurðin væri úr lás komin. Hún var ekkert á þeim buxunum að opnast. Til að verða ekki bara til þarna á bílastæðinu þá varð ég að sætta mig við að fara inn um afturdyrnar og skríða svo á milli sætanna eins og einhver eiturslanga og laumast í farþegasætið. Neibbs, ekki mikil reisn yfir mannni þá.

Svo þegar ég kom loksins heim úr vinnunni einhvern tíman í vikuni þá var HK búin að segja vondri innifýlu stríð á hendur og hafði hún ákallað hressandi útiloftið með tilheyrandi gluggaopnunum. Það varð til þess að hitinn innandyra nálgaðist alkul og skautasvell hefði myndast ef eitthvað hefði hellst niður.

Það er svo auðvitað verst að það skuli ekki snjóa almennilega með þessum ósköpum öllum saman!


Það vill til að ég er gefinn fyrir lopapeysur
og krókna því ekki í hel þó hann kólni aðeins!

my lopapeysa

No comments: