Tuesday, February 14, 2006

Hálf eitthvað...

Búinn að vera hálf eitthvað slappur í dag og í gær. Ég má reyndar ekki frekar en fyrri daginn vera bara veikur eða eitthvað að safna kröftum og var því bara að vinna í dag. Hálf geðvondur og vitlaus. Maður ætti kannski að ryfja það upp að kirkjugarðarnir eru víst fullir af fólki sem taldi sig allt sitt líf vera ómissandi. En hvað um það, ég er nú væntanlega ekkert á leiðinni i neinn kirkjugarð.

Það kom reyndar ekki alveg í veg fyrir ljósmyndaflipp hjá mér í gær en ég hélt áfram með þessa pælingu með mig sjálfan á tveimur stöðum á einni og sömu myndinni.
the angry one


Annars voru þessar myndir mínar eitthvað til umræðu í vinnunni hjá mér í gær. Hvað svo sem öllum finnst nú um þær.

En ég hef bara gaman af þessu!
Trallalala........

No comments: