Tuesday, February 21, 2006

Það var ammælishelgi með skíthopparasúpu

Helgin sem kláraðist í fyrragær var sannkölluð ammælishelgi hjá mér og minni spúsu. Ósköpin hóufust nú annars á fimmtudeginum þegar Þórhallur pabbi Hönnu Kötu átti ammimæli (segir mar annars tengdapabbi eða hvað? ... ) en hann er sko alveg heilum degi eldri en ég sem á ammæli einum degi seinna en hann. En þá erum við báðir vatnsberar og ágætir þar með.

Ammælisdagurinn minn var reyndar ekki upp á marga fiska þó morgunmaturinn hafi borið af. Ég æddi nefnlega eins og óður hani eða góður krani út á flugvöll og flaug til Akureyris þar sem ég skemmti bændum og búandliði fram yfir kaffi.

Nú svo um kvöldið var farið út að borða og það var bara rosa fínt. Við vorum annars bæði eitthvað hálf þreytt og sklöpp en það var fínt að fara þarna út að borða.

Laugardagurinn galdraðist síðan einvhern veginn í burtu með leti og gesakomum í allar áttir en aðal ammimælisboðið var á sunnudeginum sko. Þá kom nærfjölskyldan og var boðið upp á fínustu jólakræsingar les: Skíthopparasúpa a la HK. Það heppnaðist ekki verr en svo að ég á jafvnel von á að fólkið þori að koma einhvern tíman aftur.

Núbbs, svo er bara vinnuvikan byrjuð aftur með tilheyrandi stressi og rigningu fyrir utan gluggann!



....

No comments: