Þetta sem hefði getað orðið Afríkuferð var þátttaka í þróunarverkefni á Seychelles eyjum í Indlandshafi sem eru undan ströndum Kenya og Tanzaníu. Verkefnið felst í að fara með tölvubúnað þarna suður eftir og vinna að uppsetningu ásamt öðru góðu fólki. Það voru eitthvað rétt um 10 starfsmenn Skýrr sem höfðu boðið sig fram og var dregið um hver myndi fara.
Sá sem fer heitir Halldór Guðmundsson og er mikið tölvugúrú og þannig eiginlega mun betur að þessu kominn en ég... Þannig að ég segi bara "Góða ferð Dóri og passaðu þig á hákörlunum!"
No comments:
Post a Comment