Saturday, February 11, 2006

It happened to me again
Það gerðist aftur. Ég var að velta fyrir mér hvað væri hægt að hafa í kvöldmat og fékk þessa undarlegu hugmynd að það væri verið að fylgjast með mér. Mér fannst eiginlega algjörlega eins og einhver stæði fyrir aftan mig með rauðvínsglas í hendinni og glotti eins og fáviti. Og það sem var undarlegast er að mér fannst þetta vera ég sjálfur. Líklega þarf ég eitthvað að fara að láta líta á mig!


Ég var annars svona með öðru auganu og jafnvel öðru eyranu líka að fylgjast með Eurovision forgekkninni núna áðan. Mikil ósköp og skelving. Til hvers eru þeir eiginlega að þessu. Íslendingar hafa hingað til lítið sent annað en flatneskju eða í besta falli einhverja eftirhermu af laginu sem vann árið á undan eða einhvern sem var bara nógu vinsæll hér heima. Núna er þarna lag sem er dásamlega fíflalegt, yndislega fyndið og alveg á skjön við allt annað sem við höfum gert þarna en það sem er merkilegast er að þjóðin virðist elska þetta ruggl. Drífum í þessu, ákveðum okkur strax og sendum lagið út.

Annars það sem mér finnst fyndnast við þetta SilfíuNæturdæmi er að þetta er sett upp einvhern veginn eins og við værum með eitthvað breikþrú í keppninni með að senda svona flipp út. Ég veit ekki betur en að fullt af lögum í keppninni úti frá hinum og þessum hafi meira og minna verið sprell. En það er finnst mér bara hið besta mál að loksins skuli komið að okkur Mörlandnanum í að sprella almennilega þarna úti.

En annars. Páll Óskar var líka ágætur þarna úti. Að minnsta kosti ekki flatneskja og ekki verið að herma eftir einum né neinum. Lifi frumlegheitin á kostnað þess sem verða vill.



Svo reyndar þó það komi þessu máli kannski ekkert við þá lenti ég greinilega í hörku rifrildi við sjálfan mig seinna í kvöld.
Argument

No comments: