Ég veit ekki hvað þetta er eiginlega með mig þessa helgina. Ég er bara hálfur maður. HK er nefnilega búin að yfirgefa mig. Nei ekkert alvarlegt heldur þurfti hún bara í þjálfunarbúðir á fjöll til að læra betur að bjarga jólajeppum eins og mér.
Ég var sem sagt bara einsamall í gærkvöldi og ég er ekki lengur viss um hvort ég þoli þessa einveru sem kemur glöggt fram á myndinni hér að ofan. Ég man ekki hvort þetta var þannig að þegar ég var að bursta tönnurnar í mestu makindum að þá áttaði ég mig á að ég var í sturtu og hafði ruðst inn á mig sjálfan eða hvort það var þannig að ég var í sturtu í mestu makindum þegar ég sjálfur réðist inn á mig í baðherbergið og fór að bursta tönnurnar eins og bara ekkert væri sjálfsagðara...
Nei ég er greinilega að missa vitið!
Það var annars ágætt í dag. Þvældist eitthvað með myndavélina mína og svo var ammæliskaffi hjá Ralldiggni. Var leystur út með geisladisk sem ég er að hlusta á og er hinn maklegasti.
Annars er ágætt að vera einsamall á stundum svo framarlega sem það kemst ekki of mikið upp í vana... og HK kemur nú aftur ekki seinna en á sunnudagskvöld og þá verður væntanlega kátt í höllinni!
No comments:
Post a Comment