Óttalegt bull er þetta!
Það skyldi aldrei blogga seint á föstudagskvöldi og aldrei nokkurn tíman eftir hálfa rauðvin. En þetta er allt í lagi því það er ekkert svo seint ennþá og það er ekkert búið að tæma hálfa rauðvín heldur bara svona smá sem var þjórað með gráðaostspizzunni af Devítós núna áðan. Og svo er ég í góðu yfirlæti með Hönnutötu hér rétt við hliðina á mér svo ég fer ekkert að gera neitt mikið af mér núna sko!
En ég veit ekki hvað á að byrja. Jú, ég fékk kvef og reyndar HK líka. Og til að lækna það þá fór ég að bryðja sólhatt eða Ekína eitthvað sem hét í mínu ungdæmi indíánadóp. Verkun þessa merka lyfs er meðal annars sú að ég steypist út í bólum á hinn hroðalegasta hátt og er nú vart sjón að sjá mig. Geng undir nafninu Einhyrningurinn ógurlegi. Nei, annars bara grín en það kom samt bóla á nefið á mér sem fór all verulega í taugarnar á mér. En samt ekki svo mikið. Það sem fór mest í taugarnar á mér gerðist í gær þegar síst skyldi.
Sem ég sit í makindum mínum á fundi í vinnunni minni þá bara uppúr þurru fer tölvuskrattinn að haga sér eitthvað einkennilega. Skrýtilegar línur koma á skjáinn og allt rennur út í hina ægilegustu móðu. Ekki eins og maðu væri dottinn í það heldu frekar eins og tölvuskrattinn væri dottinn í gólfið... eða kannski frekar í Tjörnina.
Eftir ekki mjög ítarlega rannsókn kom bráðabirgðaúrskurðurinn um að tölvugreyið væri barasta ónýnt. Send voru SMS skilaboð til Tötunnar og boðuð yfirvinnutörn dauðans til að endurheimta eitthvað af gögnum. Það gekk nú annars ágætlega og samt var farið út að boða að gófla í sig hinum ágætasta hamborgara.
En í dag þá fóru undarlegir hlutir að gerast. Það þurfti nefnilega að gera eitthvað með tölvuleysi hundritaðs (lesist undirritaðs... en lyklaborðið er ekki alveg að virka því það er svo lítið...)
Minn fékk sem sagt nýja tölvu og hún er ýmsum kostum gædd. T.d. er hún svo lítil að fólk í vinnunni í dag ruglaði henni saman við GSM síma. Svo er hún gædd sérstökum skjá sem hægt er að snúa í hringi og dregur hún raunar nafn af því þar sem hún hefur verið skýrð Snælda. Eftir að hafa verið að vinna með hana á hlýðninámskeið í allt kvöld þar sem ég kallaði "SNÆLDA" í hvert skipti sem eitthvað skemmtilegt kom fram á a Internetinu þá er hún farin að gegna nafninu sínu. Verð ég að játa að það munar mjög miklu þegar tölvur eru annars vegar að þær gegni nafni og maður geti bara kallað á þær og þær komi. Held að minn verði flottur t.d. á einhverjum stórum fundi þegar Snælda er einhvers staðar úti í horni og ég kalla bara stundarhátt "Snælda mín" og þá kemur hún bara valhoppandi.
En þetta er ekkert því það sem er ótrúlegt við hana elskuna er að það fylgir með henni sérstakur blýantur til að skrifa á skjáinn og við HK höfum skemmt okkur nokk vel við teikniskrift og alls konar fíflalæti á msn og annars staðar. Þetta gæti jafn vel komið í veg fyrir að við búum til þríbura... nei bara að grínast þetta er ekki orðið svo sklæmt ennþá.
Ef einvher finnur einhverjar stafsetningarvillur í þessum texda þá er það allt örsmæðarlyklaborði Snældu litlu að kenna þar sem ég lendi iðulega í því að slá einhverja bölvaða vitleysu þarna inn. Annars er þetta líklega öll ástæðan fyrir því bulli sem er hér að ofan.... og nei þetta var ekki neinn óþarfi sko. Enda ég með alveg sama kvef eða þannig!
Og HK hóstar eins og einhver hundur og hún er búin að fá feikininóg af þessu... kvefinu sko. Ekki mér eða bólunni á nefninu á mér sem reyndar hefur verið fjarlægð að hluta.