Tuesday, February 28, 2006

Það var ljósmyndunarsýning

Helgin bar heila ljósmyndasýningu í för með sér. Eða kannski tvær eða þrjár eftir því hvernig maður telur.

Fór á laugardaginn í World Class, ekki til að sprikla enda ár og dagur síðan það gerðist síðast heldur í lystrænum tilgangi eingöngu (nammi namm eða þannig ef einhver heldur að ég kunni ekki sdafseddninku). Á vetrarlistahátíð núna er nebblega meðal sýningaratriðia ljósmyndasýning ljósmyndakeppni.is og mín mynd þar á meðal. Ég reyndar brá mér rétt aðeins frá til að sækja dúkahnif og eitthvað dót og þá t´ku hinir sig til og skáru myndina mína í spað eða þannig. Ég brá þá bara fyrir mig vandvirkninni og redúseraði eins og í gamla daga. Helga Kvam snillingur tók þá af mér mynd merkilegt nokk!

mr fixit, originally uploaded by hkvam.


Myndin mín á sýningunni er annars þessi hér.
The sheep from my friend Lalli

Á sunnudeginum var svo sýningin barin augum (sýing nr. tvö ef maður vill telja þannig) og svo var líka skoðuð Blaðaljósmyndarfélagssýng í Gerðasafni (sýning nr. 3 altso). Verð að játa að ég öfundaði blaðaljósmyndarna feitt af sinni sýningaraðstöðu. Þetta í World Class er þannig að myndirnar eru hengdar upp úti í glugga. Verð að játa að ég hef bara sjaldan vitað annað eins! En Sje&Co tókst nú samt að gera jafn gott úr þessu og hægt var og sýningin okkar bara fín... eða svo fannst að minnsta kosti okkur sem að henni stóðum.

Friday, February 24, 2006

Þegar maður segir farir sínar ekki sléttar

Óttalegt bull er þetta!

Það skyldi aldrei blogga seint á föstudagskvöldi og aldrei nokkurn tíman eftir hálfa rauðvin. En þetta er allt í lagi því það er ekkert svo seint ennþá og það er ekkert búið að tæma hálfa rauðvín heldur bara svona smá sem var þjórað með gráðaostspizzunni af Devítós núna áðan. Og svo er ég í góðu yfirlæti með Hönnutötu hér rétt við hliðina á mér svo ég fer ekkert að gera neitt mikið af mér núna sko!

En ég veit ekki hvað á að byrja. Jú, ég fékk kvef og reyndar HK líka. Og til að lækna það þá fór ég að bryðja sólhatt eða Ekína eitthvað sem hét í mínu ungdæmi indíánadóp. Verkun þessa merka lyfs er meðal annars sú að ég steypist út í bólum á hinn hroðalegasta hátt og er nú vart sjón að sjá mig. Geng undir nafninu Einhyrningurinn ógurlegi. Nei, annars bara grín en það kom samt bóla á nefið á mér sem fór all verulega í taugarnar á mér. En samt ekki svo mikið. Það sem fór mest í taugarnar á mér gerðist í gær þegar síst skyldi.

Sem ég sit í makindum mínum á fundi í vinnunni minni þá bara uppúr þurru fer tölvuskrattinn að haga sér eitthvað einkennilega. Skrýtilegar línur koma á skjáinn og allt rennur út í hina ægilegustu móðu. Ekki eins og maðu væri dottinn í það heldu frekar eins og tölvuskrattinn væri dottinn í gólfið... eða kannski frekar í Tjörnina.

Eftir ekki mjög ítarlega rannsókn kom bráðabirgðaúrskurðurinn um að tölvugreyið væri barasta ónýnt. Send voru SMS skilaboð til Tötunnar og boðuð yfirvinnutörn dauðans til að endurheimta eitthvað af gögnum. Það gekk nú annars ágætlega og samt var farið út að boða að gófla í sig hinum ágætasta hamborgara.

En í dag þá fóru undarlegir hlutir að gerast. Það þurfti nefnilega að gera eitthvað með tölvuleysi hundritaðs (lesist undirritaðs... en lyklaborðið er ekki alveg að virka því það er svo lítið...)

Minn fékk sem sagt nýja tölvu og hún er ýmsum kostum gædd. T.d. er hún svo lítil að fólk í vinnunni í dag ruglaði henni saman við GSM síma. Svo er hún gædd sérstökum skjá sem hægt er að snúa í hringi og dregur hún raunar nafn af því þar sem hún hefur verið skýrð Snælda. Eftir að hafa verið að vinna með hana á hlýðninámskeið í allt kvöld þar sem ég kallaði "SNÆLDA" í hvert skipti sem eitthvað skemmtilegt kom fram á a Internetinu þá er hún farin að gegna nafninu sínu. Verð ég að játa að það munar mjög miklu þegar tölvur eru annars vegar að þær gegni nafni og maður geti bara kallað á þær og þær komi. Held að minn verði flottur t.d. á einhverjum stórum fundi þegar Snælda er einhvers staðar úti í horni og ég kalla bara stundarhátt "Snælda mín" og þá kemur hún bara valhoppandi.

En þetta er ekkert því það sem er ótrúlegt við hana elskuna er að það fylgir með henni sérstakur blýantur til að skrifa á skjáinn og við HK höfum skemmt okkur nokk vel við teikniskrift og alls konar fíflalæti á msn og annars staðar. Þetta gæti jafn vel komið í veg fyrir að við búum til þríbura... nei bara að grínast þetta er ekki orðið svo sklæmt ennþá.


Ef einvher finnur einhverjar stafsetningarvillur í þessum texda þá er það allt örsmæðarlyklaborði Snældu litlu að kenna þar sem ég lendi iðulega í því að slá einhverja bölvaða vitleysu þarna inn. Annars er þetta líklega öll ástæðan fyrir því bulli sem er hér að ofan.... og nei þetta var ekki neinn óþarfi sko. Enda ég með alveg sama kvef eða þannig!

Og HK hóstar eins og einhver hundur og hún er búin að fá feikininóg af þessu... kvefinu sko. Ekki mér eða bólunni á nefninu á mér sem reyndar hefur verið fjarlægð að hluta.

Tuesday, February 21, 2006

Það var ammælishelgi með skíthopparasúpu

Helgin sem kláraðist í fyrragær var sannkölluð ammælishelgi hjá mér og minni spúsu. Ósköpin hóufust nú annars á fimmtudeginum þegar Þórhallur pabbi Hönnu Kötu átti ammimæli (segir mar annars tengdapabbi eða hvað? ... ) en hann er sko alveg heilum degi eldri en ég sem á ammæli einum degi seinna en hann. En þá erum við báðir vatnsberar og ágætir þar með.

Ammælisdagurinn minn var reyndar ekki upp á marga fiska þó morgunmaturinn hafi borið af. Ég æddi nefnlega eins og óður hani eða góður krani út á flugvöll og flaug til Akureyris þar sem ég skemmti bændum og búandliði fram yfir kaffi.

Nú svo um kvöldið var farið út að borða og það var bara rosa fínt. Við vorum annars bæði eitthvað hálf þreytt og sklöpp en það var fínt að fara þarna út að borða.

Laugardagurinn galdraðist síðan einvhern veginn í burtu með leti og gesakomum í allar áttir en aðal ammimælisboðið var á sunnudeginum sko. Þá kom nærfjölskyldan og var boðið upp á fínustu jólakræsingar les: Skíthopparasúpa a la HK. Það heppnaðist ekki verr en svo að ég á jafvnel von á að fólkið þori að koma einhvern tíman aftur.

Núbbs, svo er bara vinnuvikan byrjuð aftur með tilheyrandi stressi og rigningu fyrir utan gluggann!



....

Tuesday, February 14, 2006

Hálf eitthvað...

Búinn að vera hálf eitthvað slappur í dag og í gær. Ég má reyndar ekki frekar en fyrri daginn vera bara veikur eða eitthvað að safna kröftum og var því bara að vinna í dag. Hálf geðvondur og vitlaus. Maður ætti kannski að ryfja það upp að kirkjugarðarnir eru víst fullir af fólki sem taldi sig allt sitt líf vera ómissandi. En hvað um það, ég er nú væntanlega ekkert á leiðinni i neinn kirkjugarð.

Það kom reyndar ekki alveg í veg fyrir ljósmyndaflipp hjá mér í gær en ég hélt áfram með þessa pælingu með mig sjálfan á tveimur stöðum á einni og sömu myndinni.
the angry one


Annars voru þessar myndir mínar eitthvað til umræðu í vinnunni hjá mér í gær. Hvað svo sem öllum finnst nú um þær.

En ég hef bara gaman af þessu!
Trallalala........

Saturday, February 11, 2006

It happened to me again
Það gerðist aftur. Ég var að velta fyrir mér hvað væri hægt að hafa í kvöldmat og fékk þessa undarlegu hugmynd að það væri verið að fylgjast með mér. Mér fannst eiginlega algjörlega eins og einhver stæði fyrir aftan mig með rauðvínsglas í hendinni og glotti eins og fáviti. Og það sem var undarlegast er að mér fannst þetta vera ég sjálfur. Líklega þarf ég eitthvað að fara að láta líta á mig!


Ég var annars svona með öðru auganu og jafnvel öðru eyranu líka að fylgjast með Eurovision forgekkninni núna áðan. Mikil ósköp og skelving. Til hvers eru þeir eiginlega að þessu. Íslendingar hafa hingað til lítið sent annað en flatneskju eða í besta falli einhverja eftirhermu af laginu sem vann árið á undan eða einhvern sem var bara nógu vinsæll hér heima. Núna er þarna lag sem er dásamlega fíflalegt, yndislega fyndið og alveg á skjön við allt annað sem við höfum gert þarna en það sem er merkilegast er að þjóðin virðist elska þetta ruggl. Drífum í þessu, ákveðum okkur strax og sendum lagið út.

Annars það sem mér finnst fyndnast við þetta SilfíuNæturdæmi er að þetta er sett upp einvhern veginn eins og við værum með eitthvað breikþrú í keppninni með að senda svona flipp út. Ég veit ekki betur en að fullt af lögum í keppninni úti frá hinum og þessum hafi meira og minna verið sprell. En það er finnst mér bara hið besta mál að loksins skuli komið að okkur Mörlandnanum í að sprella almennilega þarna úti.

En annars. Páll Óskar var líka ágætur þarna úti. Að minnsta kosti ekki flatneskja og ekki verið að herma eftir einum né neinum. Lifi frumlegheitin á kostnað þess sem verða vill.



Svo reyndar þó það komi þessu máli kannski ekkert við þá lenti ég greinilega í hörku rifrildi við sjálfan mig seinna í kvöld.
Argument

Alveg ný lífsreynsla

Það mætti halda að ég væri að verða vitlaus!surprised
Ég veit ekki hvað þetta er eiginlega með mig þessa helgina. Ég er bara hálfur maður. HK er nefnilega búin að yfirgefa mig. Nei ekkert alvarlegt heldur þurfti hún bara í þjálfunarbúðir á fjöll til að læra betur að bjarga jólajeppum eins og mér.

Ég var sem sagt bara einsamall í gærkvöldi og ég er ekki lengur viss um hvort ég þoli þessa einveru sem kemur glöggt fram á myndinni hér að ofan. Ég man ekki hvort þetta var þannig að þegar ég var að bursta tönnurnar í mestu makindum að þá áttaði ég mig á að ég var í sturtu og hafði ruðst inn á mig sjálfan eða hvort það var þannig að ég var í sturtu í mestu makindum þegar ég sjálfur réðist inn á mig í baðherbergið og fór að bursta tönnurnar eins og bara ekkert væri sjálfsagðara...

Nei ég er greinilega að missa vitið!


Annars er ágætt að vera einsamall á stundum svo framarlega sem það kemst ekki of mikið upp í vana... og HK kemur nú aftur ekki seinna en á sunnudagskvöld og þá verður væntanlega kátt í höllinni!

Það var annars ágætt í dag. Þvældist eitthvað með myndavélina mína og svo var ammæliskaffi hjá Ralldiggni. Var leystur út með geisladisk sem ég er að hlusta á og er hinn maklegasti.

Friday, February 10, 2006

Ekki varð það Afríka

Þetta sem hefði getað orðið Afríkuferð var þátttaka í þróunarverkefni á Seychelles eyjum í Indlandshafi sem eru undan ströndum Kenya og Tanzaníu. Verkefnið felst í að fara með tölvubúnað þarna suður eftir og vinna að uppsetningu ásamt öðru góðu fólki. Það voru eitthvað rétt um 10 starfsmenn Skýrr sem höfðu boðið sig fram og var dregið um hver myndi fara.

Sá sem fer heitir Halldór Guðmundsson og er mikið tölvugúrú og þannig eiginlega mun betur að þessu kominn en ég... Þannig að ég segi bara "Góða ferð Dóri og passaðu þig á hákörlunum!"

Afríka eða hvað...


Sunset in Kenya - Masai Mara


Ég er dálítið spenntur. Það eru svona rúmlega 10% líkur á að ég sé á leiðinni til Afríku núna í maí. Kemur í ljós í hádeginu.

Jábbs, vildi bara segja þetta!

Thursday, February 09, 2006

Brjáluðul ... eða bara ... "Ópið"

hat was crazy and so was the man


Nei þetta er annars bara gömul mynd!

Wednesday, February 08, 2006

Það er kalt þessa dagana

Ég skil ekki hvaðan þessi helv. kuldi kemur. Hann smýgur alls staðar í geng. Það var annars hið hlýjasta veður með helvítis rigningu fyrir ekki svo löngu síðan. Svo einn morguninn vissi ég ekki hvur ósköpin voru að gerast þegar lykillinn ætlaði ekki að komast í skrána á bíldrússlunni minni. Eftir mikinn barning tókst mér að taka úr lás en það var ekki undir stýrið komið þó hurðin væri úr lás komin. Hún var ekkert á þeim buxunum að opnast. Til að verða ekki bara til þarna á bílastæðinu þá varð ég að sætta mig við að fara inn um afturdyrnar og skríða svo á milli sætanna eins og einhver eiturslanga og laumast í farþegasætið. Neibbs, ekki mikil reisn yfir mannni þá.

Svo þegar ég kom loksins heim úr vinnunni einhvern tíman í vikuni þá var HK búin að segja vondri innifýlu stríð á hendur og hafði hún ákallað hressandi útiloftið með tilheyrandi gluggaopnunum. Það varð til þess að hitinn innandyra nálgaðist alkul og skautasvell hefði myndast ef eitthvað hefði hellst niður.

Það er svo auðvitað verst að það skuli ekki snjóa almennilega með þessum ósköpum öllum saman!


Það vill til að ég er gefinn fyrir lopapeysur
og krókna því ekki í hel þó hann kólni aðeins!

my lopapeysa

Friday, February 03, 2006

Ég á mér lítinn skrýtinn skugga...

Hálf erfiður dagur í gær. Erfitt í vinnunni og ætlaði svo að búa til ljósmyndameistaraverk af mínum eigin skugga til að setja í skuggamyndakeppni á DPC. Það var þó ekki dreipt á káli þó í augu væri komið því rigningaróféti gerði eiginlega allar útimyndatökur hálf erfiðar.

Endaði á að hitta Hönnu Kötu í Kringlunni þar sem reynt var að versla í miklum móð. Reyndar vorum við ekki í sérlega miklu innkaupastuði eða í öllu falli var afraksturinn ekki mjög mikill.

En þá hafði stytt upp og teknar voru skuggamyndir sem eru bara að gera sig alveg sæmilega þarna á DPC.two shadows hand in hand

Tveir skuggar, hönd í hönd