Friday, July 30, 2004

Regn

Eggert samdi hér áður fyrr smásögur sem áttu það allt sameiginlegt að í þeim var rigning.  Að minnsta kosti ein þeirra hófst á þessu orði:  "Regn". 

Mikið rosalega finnst mér rigningin alltaf ljúf þegar ég er inni og hún bylur bara á þakinu og ég þarf ekkert að fara út.  Annars var ég úti í rigningunni austur við Pétursey í gær og það var líka ljúft því ég var í loppeysu og regngalla og hafði líka hafði lítinn kofa til að skreiðast inní.  Rigningin er frábær á meðan maður er sæmilega þurr eða að minnsta kosti ekki orðinn kaldur.

Já ég er eiginlega feginn að vera ekki á  leið upp á fjöll til að arka Bárðargötu eins og stóð til en þar sem fæstir virtust komast þá var ferðinni frestað, annað hvort um viku eða heilt ár.  Ekki alveg ákveðið ennþá.

Síðan til enn frekari hamingju þá kemst ég á útihátíðina Sluxa í kvöld sem er haldin í Grafarholti eða hvað þessar nýbyggðu hæðir heita sem maður keyrir fram hjá þergar maður keyrir norður í land.  Þetta er sem sagt allt í góðum gír


Wednesday, July 28, 2004

Var að lesa ... einhvern tíman í júlí

Kvenspæjarastofa nr. 1, eftir Aleander McCall Smith


Svo sem ágæt en ekkert rosalega bragðmikil.

Veit ekki alveg hvort ég nenni að lesa milljón bækur um þennan feitlagna kvenspæjara í Afríku en er svo sem ágætis afþreying ef maður hefur eitthvað lítið að gera.

Ógeðfellt


Ég er að furða mig á hvernig yfirheyrslutækni löggunnar virkar.  Mannauminginn sem var giftur konunni sem hvarf [sem hann að öllum líkindum drap] er búinn að segjast hafa sett hana í poka og varpað líkinu fyrir björg í Krísuvík.  Samt er hann ekkert búinn að játa að hafa drepið hana.  Hvernig er þetta hægt.  Ætli hann segi að hún hafi dottið í pokann og kafnað þar og hann ekki séð neitt ráð vænna en að varpa henni fyrir björg. 

Ógeðfellt mál í alla staði og einstaklega ömurlegt.

Tuesday, July 27, 2004

Af því að ég hefi ekki bloggað svo lengi


Þá má ég pínulítið til.

Lenti í grimmilegri árás á svölunum hjá mér í dag þergar égr var í mestu makindum að borða kexköku og lesa bókur.  Réðist á mig geitungur.  Reyndar ekki mjög stór en alveg svakalegur samt.  Endaði það með því að svalahurðin gekk í lið með honum og réðist heiftúðlega á hægra hnéð á mér.  Núna seint um kvöld veit ég hvort hnéð það er því mig sárkennir til.  Alveg óhugnanlegt hvað svona árásir geta orðið skæðar þegar fasteignir og flugur leggjast svona á eitt.  Þessi ff sveit er ekkert til að gera grín að sko.

Þetta kom samt ekki í veg fyrir það að ég fór í skokktúr um laugardalinn.  Sem var svo sem ágætur en mátti alveg vera öðruvísi samt.

Friday, July 23, 2004

HASH(0x88c714c)
You speak eloquently and have seemingly read every
book ever published. You are a fountain of
endless (sometimes useless) knowledge, and
never fail to impress at a party.
What people love: You can answer almost any
question people ask, and have thus been
nicknamed Jeeves.
What people hate: You constantly correct their
grammar and insult their paperbacks.


What Kind of Elitist Are You?
brought to you by Quizilla


Thursday, July 22, 2004

Vá, sástu ég var næstum dottinn


Og ekki minni tíðindi að ég er næstum hættur að blogga.  Skal nú bloggað samt sem aldreigi fyrr.

Búinn að plampa yfir einnhvern stærsta skriðjökul Evrópu og kominn með haug af nýju myndavéladóti.  Þar sem fæstir fastir lesendur míns eðal bloggs hafa sérstakan áhuga á tæknidóti úr myndavélaheiminum (nema kannski einn eða í besta falli tveir sem koma hvort sem er í heimsókn og skoða þá bara eða enn betra, verða sóttir sem sérstakar fyrirsætur) þá mun verða bloggað af meir kappi um hið merka ferðalag. Enda grunar mig að allflestir þeir sem lesa þetta blogg vilji vita eitthvað meira um það ferðalag bæði af almennum áhuga á ferðalögum einkum plampandi og að minnsta kosti tveir sem þetta lesa höfðu líklegast einhvern tíman ætlað sér með og einn fór meirasegja með. Og ég held tvær til viðbótar hafa örglega gaman að lesa um gönguafrek stubbsins. Stína, þú lest þetta svo bara líka eða skoðar bara myndirnar ég hela að allir aðrir sem lesa þetta og ég veit um séu svona almennt fjallgöngulega þenkjandi.

Jæja, eða vell eins og eikkur mundi segja.

Þetta hófst reyndar allt saman fyrir tæpu ári [eða kannski rúmu ári ] þegar Jói Kristjáns uppástóð að við skyldum til Kilimanjaro. Einhvern veginn það svo æxlaðist að ég náttúrlega lenti í að fara að skipuleggja þetta allt saman og fljótlega leyst okkur [reyndar mér og Helga] ekkert á allt þetta lið sem sagðist ætla með. Voru búnar til alls konar reglur um hver mætti koma og hver ekki og urðu næstum bara leiðindi úr því öllu saman þegar allt átti að ganga út á sem sterkust fjölskyldubönd þeirra sem með mættu koma. Þar sem mér sjálfum líst ekkert of vel að fara með allann minn frændgarð [hvað þá frænkugarð] á fjöll þá varð úr að hafa úrtökumót sem svo til allri sem vettlingi gætu valdið myndu fá að taka þátt í og færi fram á Skeiðarárjökli um miðjan júlí 2004.

Var þetta kynnt í bak og fyrir og endaði með því að eithvað nálægt 20 manna lið ætlaði að skunda á jökulinn. Komu síðan alls kyns forföll [flest reyndar giska lögleg] í veg fyrir að allir kæmust og að endingu var skundað af stað við tólfta mann.   Það var síðan ætt af stað þegar búið var að smyrja nesti og allt svoleis.  Takk Ralldiggn, þín var minnst í öðrum hverjum munbita!

Það var hisst einhvers staðar fyrir austan. Reyndar óku menn mismunandi hratt. Á meðan minn var að sknæða úrvals borgara á besta litla veitingastaðnum á Vík [NB ekki bensíngrillskálasjoppan heldur ammilegur staður inni í bænum, því Vík en nebblega bær þó það viti það e.t.v. fæstir] þá tókst sumum að æða frá Skógum og alla leið yfir til Skaftafells. Varð úr að tveir hraðskreiðustu bílarnir fóru yfir í Skaftafell en við hinir hæggengari létum okkur Kirkjubæjarklausur duga þar sem mortenfékk sér eina ágætis pulsu.







Morguninn eftir beið það skemmilega verkefni að taka sig af stað og fá sér eitthvað í gogginn.  Sólin habbði heilmikinn áhuga á þessu og skoðaði okkur í krók og kring.  Meirasegja líka Helgu og Árna þí þau hefðú nú bara komið í skjóli nætur kvöldið áður.



Nú.  Um klukkan hálfátta var ætt af stað og stefnan tekin á Núpstað.  Þar funduum við okkur sæti í hinni fimmtugu langferðabifreið Gnúp-i.  Ekki fannst nú Hannesi mikið til koma dýptarinnar á ánni en samt flæddi nú nokkuð vel inn í trukkinn að vanda!


Síðan hélt hann áfram að segja okkur sögur af náttúrufyrirbærum jafn sem sínum ágætu frændum.  Kunnum við honum hinar bestu þakkir fyrir það sem og hið örugga ferðalag.




Núbbs, við örkuðum náttúrlega einhvern tíman af stað og síðan kom í ljós að þessar bakpokaskammir v0ru allt of þungar.  Var því numið staðar og reynt að létta þá með að þyngja vömbina.  Sumum fannst samt líka einhver ástæða til að skoða ganglimina dálítið nánar.


En aðrir voru bara strax orðnir uppgefnir [þetta er sko Morten] og ákváðu að leggja sig.  Fríða sveiflaði hins vegar bara töfrasprotanum og setti jatsí álög á ektamanninn og máginn þannig að þeir skyldu ætíð vera ofurefli bornir í jatsí íþróttinni í þessari göngu.


Áfram var gengið og stóruflúðir skoðaðar.  Árni hafði mikinn áhuga á að mynda herlegheitin en Enok virðist hafa áhuga á einhverju allt öðru!


Undir kvöld fundum við þetta líka fyrnagóða tjaldstæði við eina eyrarrósarbreiðuna.  Ákvað Gunni að fá sér te þar.  Ekki má nú sjá af því!


Daginn eftir var arkað af stað og upp við Grænalín var ekki seinna vænna en að ráða ráðum sínum. 


Þar þurfti neflega að vaða heil tvö stórfljót sem reyndar festust ekkert á filmu sakir fótkulda sem sjá má hér á þessari mynd.


Uppi í einum af óteljandi sethjöllum Grænafjalls reistum við síðan tjaldbúðir vorar hinar mestu.  [annars undarlegt að ég held að Fjallaleiðsögumenn hafi bara fundið einn hjalla enn sem komið er.  Þeir hafa a.m.k. sagst tjalda alltaf á eina sethjallanum sem hægt er að tjalda á í ölli fjallinhu.  Sá sem við tjölduðum á er svona 100 metrum fyrir ofan hjallann þeirra...] Ákváðu sumir að misþyrma þessum gróðir sem þarna er í halla og vesældómi og tjalda á honum en við bræður vorum ginnkeyptari fyrir flötum mel sem var þarna rétt hjá.


Þetta er sko flati melurinn okkar:


Núbbs.  Daginn eftir var haldið áfram og farið fljótlega út á jökulinn ógurlega.


Það gekk vonum framar enda "vant" fólk á ferð.


Fyrir þá sem ekki vita þá er hluti Skeiðarárjökuls þakinn ægilegum sandhaugum.   Og til að fá sem allra mest út úr ferðinni ákváðum við að fara yfir þá þar sem þeir v0ru einna ægilegastir en samt vel færir.  Varð úr því hin mesta skemmtun að arka í gegnum Mordor.


Meirasegja Árna var verulega skemmt yfir þessu öllu saman, kallar hann samt ekki allt ömmu sína í þessum efnum!


Og Enok leist svo vel á þetta að hann ákvað að flagga með vindrellunni sinni.  Gerðum við okkr ekki sérstaka rellu út af því en héldum bara áfram.


Yfir allan ökulinn og þar með þetta stórgóða sprungusvæði.  Nei ég er ekki að grínast.  Sprungur eru ekki hafðar í flimtingum. 


Og enduðum á Svölunum í N0rðurdal þar sem við Gunnu fengum okkur loksins kakó og útí það. 


Daginn eftir var arkað af stað upp hinar vatnslausu hlíðar Norðurdals.  Vantsleysið kom ekki að sök fyrir Morten þar sem hann lumaðu á þeim eðaldrykk sem KÓk kallast.


Feðgarnir Sverrir og Davíð eru mun varnari ferðagarpar og þvælast því ekki á fjöll með Kókflöskur með sér en elta þess í stað uppi læki.  Voru þeir meira öfundaðir reyndar en Morten held ég.


En þetta bjargaðist allt því við komum fljótt að stórfljóti einu þar sem Davíð gat náð upp 15 vatnsdropum með að nota sólgleraugun sín sem austurtrog.  Reyndar þegar upp var staðið þarna þá hafði tekist að fylla alla brúsa eftur að stíflugerð hafði borið árangur.


En upp úr Norðurdal skyldi haldið.  Hann er brattur og ægilegur.  Við gerðumst sporgöngumenn gunna sem leiddi okkur á tímabili en upp var gengin þessi rauða leið sem þarna sést gjörla.


Og upp komumst við.  Þarn eru Árni og Davíð alveg að komas upp.


Upp hefðum við líklegra aldrei átt að fara því þar var bölvaður skítakuldi.  A.m.k. er Davíð frekar kalt þarna þó það virðist einhver miðstöð vera innaní Enok bróður,


En þótt ótrúlegt megi virðast þá komum við loksins inn í Skaftafell.  Þarna eru þeir bræður komnir og loksins eftir fjögurra daga þref þá fékk Enok loksins að bera bakpokann hennar Fríðusinnar en ég held ekki nema bara síðustu metrana þannig að hann gæti þóst vera eitthvað.  En reyndar var Fríða líka eitthvað lasin þarna seinni hluta ferðarinnar, eins og reyndar fleiri.  Ekki gott að vera lasinn á fjöllum í strembnum ferðum sem þessi telst á flestra manna mælikvarða.
 

Nú þegar allir höfðu kastað mæðinni þá var Morten með óvænt skemmtiatriði sem fólst í að hann lék listir sínar á hjóli sem hann kunnti ekkert á.  Var það bara fyndið.


En okkur tókst að snýkja gistingu í Svínafelli þar sem við fengum að sofa inni enda búin að fá nóg af tjaldgistingum í bili.  Fórum í sund og hófyumst svo handa við að grilla steikina frá Tobba.


Rann steikin ljúft niður.


líkur þá þessari ferðasögu og er vonandi að einhver hafi enst til að lesa í gegnum herlegheitin.  A.m.k. tók það tímann sinn að skrifa hana.  Segi ég þá bara amen og lofa að blogga eitthvað meira innan þriggja mánaða.






Tuesday, July 13, 2004

Að vera desperat

Ég er eiginlega svoleis núna. Er algjörlega í öngum mínum vegna tapsárleika. Er að reyna að gera rósir á þessum andsk. myndakeppnisvef sem Ragga sýndi mér fyrir tæpu ári. Er búinn að senda inn einhverjar myndir sem mér finnast bara svaka fínar en það finnst þessum villimönnum sem gefa einkunnir þarna alls ekki. Að minnsta kosti ekki nógu margir. Er með alveg hreint sérdeilis fína mynd þarna núna sem er samt ekki að fá nema svona 5 í einkunn. Dem. Þeir sem vilja skoða þá er þessi voðalegi vefur hér.

Annars þá verður farið að dæma nýjustu myndina mína þarna einhvern tíman í nótt. Ég myndi ekki veðja á að hún geri neinar rósir þarna.

Ég veit síðan ekki hvort það er huggun harmi gegn eða bara salt í sárin að það er fullt af íslendingum að gera það svakalega gott þarna. En bara ekki ég. Nei annars, það er engin huggun. Það er bara salt. á-á-á takið saltið af mér!!!

Það sem er verst að mér finnst almennt að myndirnar sem eru að fá svipaðar einkunnir og mínar myndir séu óttalega slappar upp til hópa. Annað hvort metnaðarlausar eða frá fólki sem hefur aldrei verið að reyna neitt að taka myndir. Ég sem ætlaði einu sinni að verða "alvöru" ljósmyndari og fara að læra þetta. Ég hélt að ég hefði einhverja hæfileika í þessu en hvað sem þeim sem þekka mig finnst þá sé ég það ekki í þessum voðalegueinkunnum sem ég fæ. Kannski er ég a taka þetta eitthvað of nærri mér en ég get bara ekkert að þessu gert. Ég er að minnsta kosti á þessu sviði bara keppnismaður og þoli ekki svona hroðalegt mótlæti.

Til að reyna að jafna hlut minn í þessu þá ákvað ég að taka á honum stóra mínum. Myndefnið var "balance". Fyrst datt mér í hug að gera ódauðlegt listaverk af einhverjum að vega salt. En aðal vandamálið við það er að þar vantar heilar tvær fyrirsætur og þær eru ekki á hverju strái. Þá fékk ég þá edilánsfínu hugmynd að taka mynd af línudansara með hatt og regnhlíf til að halda jafnvæginu. Það er reyndar bara ein fyrirsæta en ég þekki engann sem kann að dansa á línu. Hvað þá að hann myndi nenna að sitja fyrir hjá mér. Þá fékk ég hina ódauðlegu hugmynd að línudansarinn þyrfti í sjálfu sér ekkert að vera á línu. Myndin yrði bara fín með hann einhvers staðar úti í móa. Dálítið skemmtilega útópísk. Og fyrisætuvandamálið gæri bara leystst með því að Einar myndi biðja Ragnar um að sitja fyrir eða Ragnar biðja Einar. Báði mjög áfram um það að aðstoða við verkefnið. Það varð reyndar úr að eirasi bað Ragga um að gera þetta fyrir sig. Fór hann meira að segja fyrst í bæinn og keypti sér bæði regnhlíf og pípuhatt til að gera þetta almennilega dramatískt.

Var síðan ekið út á Reykjanes - reyndar ekki mjög langt út á Reykjanes.

Þar reyndist náttúrlega vera hið fáránlegasta veður. Hann hreytti úr sér hryssingslegum regndropum og þó það hafi verið stætt þá var þetta helst til hvasst. En hvað leggur maður ekki á sig og einnig erum við ekki vanir að láta smá vindgnauð kveða okkur í kútinn. Myndavél var sem sagt stillt upp í rokinu og reynt að taka mynd undan vindi.

Síðan var hlaupið til og regnhlífin spennt upp. Eitthvað reyndist hún nú vera illa undirbúin og lagist flöt. Var þá bölvað all hressilega. Regnhílfarandskotanum rúllað saman og hreytt ókvæðisorðum í þetta andskotans rokrassgat sem er hér alltaf hreint. Síðan gengið snúðugt til baka og þá reyndar varð þessi mynd hér til.

one man walking
Er þetta ekki bara ágætt. Please - hugga mig takk!!!


Síðan var ég reyndar að hugsa um að blogga aðeins einhvern tíman um þessa fjölmiðlafrumvarps vitleysu en finnst eiginlega að um það mál megi bara vitna í skáldið sem sagði frá húsameistara ríkisins sem tók handfylli sín af leir - ekki meir - ekki meir

Sunday, July 11, 2004

Fyndið hvað fólk er misjafnt


Það er kona sem býr í húsinu við hliðina á mér sem er búin að vera að dedúa í allt sumar við að laga til garðinn og held ég gera tjörn sem nær yfir fjórðung garðsins í stand. Það þarf reyndar ekki að þýða að tjörnin sé neitt sérlega stór því garðurinn er ekki sá stærsti á Íslandi.

Hún vandar sig þvílíkt við þetta að hún er búin að þvo alla mölina sem er í botninum á tjörninni. Um daginn var hún farin að slá grasið hjá sér með skærum. Ég er ekki að grínast, ég gat ekki betur séð en að hún væri komin út á gras með venjuleg skæri.

Hjá mér í græna húsinu hins vegar þá reyndar ofbauð okkur sumum um daginn ástandið á garðinum okkar og hún Jónína á fyrstu hæðinni tók æðiskast og réðist á óræktina sem var þar sem upphaflega átti að vera grasblettur. Daginn eftir kom ég og gekk endanlega frá bletinum með orfinu og ljánum sem var bloggað um um daginn. Blettinum sko þar sem meirihuluti gróðursins er mosi of fíflar. Gras er þar á miklu undanhaldi.

Reyndar nýtur hluti af blómabeðunum í græna húsinu sem ég er í góðs af dugnaði nágrannakonunnar því lóðamörkin eru dálítið hlykkjótt og erfitt að átta sig alveg á hvar nr 136 lýkur og nr. 138 hefst.

Á föstudaginn líklega var síðan einhver að grilla úti á stétt og núna til að undirstrika muninn á mannfólkinu eru tvö óhrjáleg einnota útigrill úti á stétt fyrir framan hjá mér og einmanna tóm bjórdós að fylgjast með. Konan við hliðina hins vegar held ég að hætti sér ekki lengur út vegna alls þessa subbuskapar. Kannski ætti ég að taka þetta saman fyrir þennan letingja sem nennir ekki að gera það sjálfur.

Ég eyddi síðan gærdeginum sjálfur í að búa til ódauðleg listaverk fyrir þessa ljósmyndakeppni á vefnum sem ég er kominn með á heilann. Eftir svona viku koma þær myndir líklegast hingað inn á bloggið. Reyndar kannski vonandi með myndum af hetjudáðum Skýrrara á Skeiðarárjökli og nágrenni. Er annars farinn að vandræðast með hvaða myndavél ég tek með mér þangað.

Friday, July 09, 2004

Vá, ég get varla beðið


Núna í morgun beið svona tölvupóstur eftir mér:


Please respond to Support@datingserviceguide.com
Subject: Fw: Thank you for contacting Us. Someone will respond quickly to your request.

Thank you for contacting Us. Someone will respond quickly to your request.

Dating Service Guide Support Team


________________________________________________________________
$0 Web Hosting with up to 120MB web space, 1000 MB Data Transfer
10 Personalized POP and Web E-mail Accounts, and much more.
Get It Now At www.doteasy.com


Undarlegast að ég kannast bara ekkert við að hafa samband við þessa deit þjónustu!
...
Ekki reyna síðan að telja mér trú um að þetta sé bara spam!

Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg


Skil ekki hvað ég er alltaf eitthvað undarlega þreyttur á morgnanna. Var alveg dauðþreyttur í gærmorgun. Svaf næstum yfir mig. Ákvað þess vegna að fara sérstaklega snemma að sofa í gærkvöldi. Það tókst nú reyndar ekki alveg því ég lenti á kjaftatörn á msn við Ísraela sem ætlar að fara að þvælast um íslensk fjöll seinna í sumar. Til að koma í veg fyrir frekara mannfall Ísralela á íslenskum fjöllum varð ég auðvitað að segja honum allt mögulegt og ómögulegt sem við kemur íslenskri fjallamennsku og er í mínum viskubrunni. En komst semsagt ekki inn í draumalandið fyrr en einhvern tíman eftir miðnættið.

Núna í dag er ég síðan búinn að afreka það að panta mér myndavéladót frá útlöndum fyrir meiri pening en einhverjir hafa úr að spila á mánuði. Til að róa hugann ákvað ég síðan að arka á Esjuna sem ég gerði. En drattaðist ekki af stað fyrr en klukkan var langt gengin í 11. Uppgangan gekk annars bara vel og náði þessu núna á vel innan við klukkutíma.


Uppá toppinn trítlað hef
og talað við mig sjálfan.
Upp og niður ótal skref
tímann einn og hálfan


Svo mörg voru þau orð sem voru send til Ralldiggnar í sms og þar sem hún svaraði að bragði hvort ég væri ekki örugglega kominn niður þá hringdi ég að sjálfsögðu bara í hana ofan af Esjunni á miðnæti. Gat sagt eitt svona "hæ" og rúmlega það og síðan varð símaskömmin rafmagnslaus. Vona bara að hún hafi ekki orðið andvaka af áhyggjum að ég væri að hrapa til bana þarna í Esjuhlíðunum. Nei tel ekki miklar líkur á því!

Thursday, July 08, 2004

Myndaþrautir


Núna er ég gjörsamlega að brotna niður undan mótlæti annarra myndasmiða. Er að reyna að gera rósir á myndavef semheitir dpchallenge.com

Ríð ekki feitum hesti frá því enn sem komið er og verð greinilega að taka mig saman í andlitinu.

Nýjustu myndir eru samt held ég ágætar sólarlagsmyndir af íslenskri miðnætursól og danskri kvöldsól.



Sunday, July 04, 2004

Er að lesa

... þegar maðr hefr lesið bók hálfa nóttina


Þá er gaman.

En ágætr dagur. Byrja á því að smíða bjálkaborð og bekk með karl föður sinn sem handlagnara er nú ekki sérlega slæmt. Að eta grillsteik og skötusel við nýja fína bjálkaborðið í boði mömmunnar er nú ekki síðra og aukinheldur með pabbanum og bróðranum. Verst að systrin gat ekkert komist. Og skammast mín fyrir að hafa ekkert heimsótt hana síðan í fyrragær.

Að komast svo heim til sín og lesa Flateyjargátu fram á miðja nótt góblandi á aftereight gotteríi er ekki slæmt heldur og ekki verrara að hlusta á Löshu meðan á því stendur. Núna skal samt kannski bara fara að sofa.

En um þessa bók segi ég bara eitt vá. Þetta er svona bók sem maður sér eftir að vera búinn að lesa þegar hún er búin því þá á maður aldrei eftir að lesa hana ólesna aftur.

Las hana sem sagt í einum rykk og hélt að ég væri búinn að sjá í gegnum þetta allt saman þegar svona 100 síður voru eftir. En nei ekki aldeilis. Ég vissi ekki baun í bala hvernig bókin endaði fyrr en hún bara endaði. Nema kannski fyrir utan eitt sem ég fattaði strax. En það má ekkert segja hvað það er.

Kannski helst galli að þetta voru allt dálítið ótrúlegar tilviljanir. En lífið er auðvitað ótrúlegt líka.

En eins og ég sagði, það eina sem er ekkert gott er að geta ekki lesið Flateyjargátuna aftur án þess að vita sögulok og hvernig þetta allt hangir saman. Mæli með þessari bók fyrir alla!

Verð núna að fara til systrinnar og lána henni bókina og passa að bróðrinn fari ekki að kjafta neitt um hvernig bókin endar.

Thursday, July 01, 2004

Myndalinkr Gunnsa


Verð að geta myndasíðu Gunnsa með myndum úr ógleyumanlegum ferðum sem ég missi sí og æ af.