Wednesday, February 18, 2004

Að vera eða ekki vera ostur... gamall eða ungur


Ef ég er ostur hlýt ég að vera orðinn vel þroskaður ostur miðað við hversu háaldraður ég er orðinn eftir afmæli gærdagsins. Já alvegi heilu ári eldri en daginn þar áður. Annars leggst þessi aldur bara vel í mig. Ber hann held ég aðallega utan á mér með nokkrum gráum hárum [nokkur er reyndar nokkuð teygjanlegt hugtak] og kannski einhverjum hrukkum sem ég kalla nú bara broshrukkur. En lengra inn í sálina skal ellin ekki komast og hana nú. Vona að þetta sé ekki sjálfblekking á háu stigi hjá mér.

Var annars með fína afmælisveislu í gær með gamalli soðinni hænu í dularfullri sósu sem var búinn til daginn áður og átti að vera út á rækjur frá Afríku, nánar tiltekið Máritíus. Rann ljúft ofan í alla viðstadda með rauðum guðaveigum. Síðan heilmikið stuð með brotnum glösum og alls kyns skemmtan og lauk æfintýrinu á gulrótaköku með rjóma og bleksterku kaffi stífðu úr hnefa nothæfu til tjörgunar hrúta.

Tók síðan ostaprófið frá Stínu og er að sjálfsögðu bæði gamall og góður [og batna með aldrinum þangað til ég verð eins og úldinn fjóshaugur]

I am camembert!

No comments: