Wednesday, February 04, 2004

Með hor í nös


Mikið afskaplega er fúlt að vera veikur með hor í nös. Ákvað í morgun að vera bara heima hjá mér eftir að hafa verið á hálfum afsköstum í vinnunni asnalegur með hausverk og nefrennsli. Hef grun um að þetta heilsuleysi mitt stafi af skorti á hvítlauki en þar sem siður minn um mánudag til matar lognaðist útaf í jólaönnunum þá hef ég líklega ekki fengið nóg af því antíflensuvírusbakteríuefni.

Aftur í hvítlaukinn og til heilsunnar og ég hlusta ekki á þá sem fara að ímynda sér einhvern hvítlauksfnyk af mér ...... en ég lenti nefnilega í þvílíku einhvern tíman fyrir jól.

No comments: