Thursday, February 12, 2004

Er að lesa ...

Trekking in East Africa - Lonely Planet Guide



Er núna bókin á náttborðinu hjá mér eða þannig. Já merkilegt nokk. Dettur einhverjum í hug hvað ég sé að skoða í þeirri bók. Ótrúlegt að maður sé farinn að undírbúa ferð sem verður ekki fyrr en eftir heilt ár. En það er auðvitað ekki ráð nema í tíma sé tekið þegar skundað skal til Afríku. Þetta verður bara einfalt. Panta flugmiða til Nairobi. Taka dödó til Arusha í Kenia og síðan áfram til Moshi þar sem allar fjallgönguleiðir byrja. Arka svo af stað til Kili og á peak Uhru 5896m. Kannski vissara að halda niðri í sér andanum svona rétt við tindinn.

Síðan er fullt af öðrum flottum göngutúraleiðum þarna út um allt sem hægt er að fara á undan eða eftir. Jamm þaldénú.

Þeir sem ætla að koma með vinsamlegast skilji eftir komment í skilaboðakerfinu..... ;-)